Enski boltinn

Fyrrum samherji Solskjær segir hann eiga skilið starfið til framtíðar haldi gengið svona áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær, Rooney og O'Shea fagna marki í átta liða úrslitunum í Meistaradeildinni 2007 á útivelli gegn Roma.
Solskjær, Rooney og O'Shea fagna marki í átta liða úrslitunum í Meistaradeildinni 2007 á útivelli gegn Roma. vísir/getty
John O'Shea, fyrrum varnarmaður Manchester United og samherji Ole Gunnar Solskjær, segir að ef gengi United haldi áfram eins og það hefur verið eigi Solskjær að fá lengri samning.

Ole Gunnar hefur byrjað vel sem stjóri United og unnið leikina fjóra í deildinni sem spilaðir hafa verið undir hans stjórn. O'Shea er hrifinn af United um þessar mundir.

„Hann er að koma inn með frjálsræði. Það er betra yfirbragð og það er meiri gleði; þeir eru í Manchester United því þeir eru góðir leikmenn. Það er stóra málið,“ sagði fyrrum varnarmaður United.

„Þeir hafa átt nokkra leiki í röð þar sem þeir hafa virkilega sett fótinn niður og klárað liðið. Allt sem hann gerir virðist vera rétt; hann gerir skiptingu og 40 sekúndum síðar skorar varamaðurinn.“

O'Shea er nú á mála hjá Reading og það vill svo skemmtilega til að Reading heimsækir einmitt Old Trafford á morgun er liðin mætast í bikarnum.

„Allt er að falla fyrir hann þessa mínútuna en ég vona að hann verði ósigraður í deildinni en detti út úr bikarnum,“ grínaðist O'Shea fyrir leik liðanna á laugardaginn á Old Trafford.

„Ef hann heldur svona áfram og nær árangi, vonandi ekki í bikarnum, en í Meistardaeildinni og stendur sig vel í deildinni myndi ég vera með hann fyrstan í röðinni varðandi starfið til framtíðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×