Enski boltinn

Arsenal ekki búið að bjóða í Navas og Emery vill sjá Ramsey einbeita sér að næsta leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery er ávallt líflegur.
Emery er ávallt líflegur. vísir/getty
Það er búið að opna janúar gluggann og þá fer slúðrið í gang. Nóg af sögum í dag og Unai Emery þurfti að sitja fyrir svörum um sögusagnir á blaðamannafundi í gær.

Miðlar á Spáni greindu frá því fyrr í dag að Arsenal hafði gert Real Madrid tilboð í Kosta Ríka-markvörðinn sem hefur einungis spilað átta leiki á leiktíðinni.

Navas hefur fallið í skuggann á Thibaut Courtois sem kom frá Chelsea í sumar en Navas hafði spilað vel með Real undanfarin ár. Hann stóð meðal annars í markinu í öllum þremur Meistaradeildartitlum Madrídinga síðustu þrjú ár.

„Þetta er ekki satt,“ svaraði Emery er hann var spurður hvort Arsenal hafi gert tilboð í navas. „Ég veit ekki hvort að það sé áhugi á honum. Við erum ánægðir með okkar þrjá markverði og höfum aldrei talað um Keylor Navas.“

Umræðan á fundinum snérist einnig um miðjumanninn Aaron Ramsey en íþróttastjóri Juventus, Fabio Paratici, staðfesti á miðvikudaginn áhuga ítölsku meistarana á Wales-verjanum.

„Ég veit ekki neitt um það. Ég vil að hann einbeiti sér á æfingu með okkur og hugsi um næsta leik sem er gegn Blackpool,“ en Arsenal spilar bikarleik gegn Blackpool á morgun.

„Ég sé hann á æfingum og hann er einbeittur. Á þriðjudaginn skoraði er hann spilaði fimmtán mínútur og spilaði vel. Í enda leiktíðarinnar getur hann svo ákveðið hvað hann vill gera,“ en samningur Ramsey rennur út eftir leiktíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×