Minningarbók um Kolbein Aron í íþróttahúsinu í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 15:45 Minningarbókin um Kolbein Aron Arnarson. Mynd/Fésbókarsíða ÍBV Eyjamenn og aðrir urðu fyrir miklum missi um jólin þegar handboltamaðurinn Kolbeinn Aron Arnarson varð bráðkvaddur í blóma lífsins. Kolbeinn Aron Arnarson var markvörður meistarafloks karla hjá ÍBV og hann var mjög vinamargur bæði í Eyjum sem og upp á landi. Eyjamenn ætla meðal annars að minnast Kolbeins með því að biðja fólk sem þekkti hann til að skrifa í minningarbók sem mun liggja frammi í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum frá 4. til 9. janúar. „Allir þeir sem vilja votta honum virðingu sína geta sett nafn sitt í bókina og þeir sem vilja senda kveðju mega einnig gera það. Þeir sem eiga flotta mynd geta sent okkur myndina á siggainga@ibv.is og munum við líma hana inn í bókina,“ segir í tilkynningu á fésbókarsíðu handboltans í ÍBV. Kolbeinn Aron varð bráðkvaddur á heimili sínu 29 ára að aldri á aðfangadag, 24. desember síðastliðinn. Kolbeinn Aron var einn af lykilmönnum í uppbyggingu og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Eftir að hafa æft og leikið með yngri flokkum ÍBV lék hann 17 ára gamall sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2006. Alls spilaði hann 279 leiki fyrir félagið, sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni þess frá upphafi. Kolbeinn Aron átti stóran þátt í því er liðið varð eftirminnilega Íslandsmeistari í fyrsta skipti árið 2014 og bikarmeistari ári síðar. „Fráfall Kolbeins Arons er öllum sem þekktu hann mikið áfall. Hjá okkur sem voru með honum í handboltanum situr eftir sorg og söknuður; þakklæti og virðing,“ sagði í tilkynningunni á heimasíðu ÍBV um andlát Kolbeins. Olís-deild karla Tengdar fréttir Kolbeinn Aron er látinn Kolbeinn Aron Arnarson markmaður ÍBV í handknattleik varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum um jólin. 26. desember 2018 11:37 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Eyjamenn og aðrir urðu fyrir miklum missi um jólin þegar handboltamaðurinn Kolbeinn Aron Arnarson varð bráðkvaddur í blóma lífsins. Kolbeinn Aron Arnarson var markvörður meistarafloks karla hjá ÍBV og hann var mjög vinamargur bæði í Eyjum sem og upp á landi. Eyjamenn ætla meðal annars að minnast Kolbeins með því að biðja fólk sem þekkti hann til að skrifa í minningarbók sem mun liggja frammi í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum frá 4. til 9. janúar. „Allir þeir sem vilja votta honum virðingu sína geta sett nafn sitt í bókina og þeir sem vilja senda kveðju mega einnig gera það. Þeir sem eiga flotta mynd geta sent okkur myndina á siggainga@ibv.is og munum við líma hana inn í bókina,“ segir í tilkynningu á fésbókarsíðu handboltans í ÍBV. Kolbeinn Aron varð bráðkvaddur á heimili sínu 29 ára að aldri á aðfangadag, 24. desember síðastliðinn. Kolbeinn Aron var einn af lykilmönnum í uppbyggingu og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Eftir að hafa æft og leikið með yngri flokkum ÍBV lék hann 17 ára gamall sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2006. Alls spilaði hann 279 leiki fyrir félagið, sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni þess frá upphafi. Kolbeinn Aron átti stóran þátt í því er liðið varð eftirminnilega Íslandsmeistari í fyrsta skipti árið 2014 og bikarmeistari ári síðar. „Fráfall Kolbeins Arons er öllum sem þekktu hann mikið áfall. Hjá okkur sem voru með honum í handboltanum situr eftir sorg og söknuður; þakklæti og virðing,“ sagði í tilkynningunni á heimasíðu ÍBV um andlát Kolbeins.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Kolbeinn Aron er látinn Kolbeinn Aron Arnarson markmaður ÍBV í handknattleik varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum um jólin. 26. desember 2018 11:37 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Kolbeinn Aron er látinn Kolbeinn Aron Arnarson markmaður ÍBV í handknattleik varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum um jólin. 26. desember 2018 11:37