Þurrkaði sig upp eftir svall Potter-áranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:28 Áhorfendur fylgdust með þeim Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emmu Watson vaxa úr grasi á hvíta tjaldinu í hlutverkum sínum sem Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira