Mildum höggið, verjum störfin og fáum ferðamenn til að stoppa lengur Þórir Garðarsson skrifar 25. mars 2019 10:30 Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar