Viðureignin við samsærisöflin Guðmundur Steingrímsson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Ég skal viðurkenna það, að þegar hlutir ganga ekki vel — enginn svarar tölvupóstum frá mér eða lítið er að gera í harkinu — þá hef ég tilhneigingu til að álykta sem svo að fulltrúar óskilgreindra afla sem eru mér andsnúin hafi hist einhvers staðar og ákveðið á fundi að nú skyldi lokað á þennan Guðmund. Nú sé tími til kominn að lækka rostann í því kvikindi. Sem betur fer reyni ég eftir fremsta megni að láta þessar tilfinningar ekki í ljós við nokkurn mann. Það er ekki vegna þess að ég vilji ekki gefa á mér höggstað í viðureign minni við öflin, heldur út af hinu: Ég veit auðvitað að þessar tilfinningar eru bull. Þetta eru bara leiðindi í sálinni. Þunglyndispésinn — sem ég held að allir hafi inni í sér í mismiklum mæli — er iðinn við að hvísla böli í eyrað á manni.Það sem Willie Nelson sagði Svona getur sálin verið furðuleg. Hugarþelið leitar í þá niðurstöðu, þegar hlutir eru ekki að ganga upp, að maður sé fórnarlamb. Oft þarf ekki mikið til, bara blöndu af þreytu, stressi, vondu veðri og leiðinlegu bréfi frá bankanum og bingó: Allir eru vondir við mann. Willie Nelson, sá snaggaralegi kántrígrallari, hittir naglann á höfuðið í frábærri ævisögu sinni. Hann hefur nú aldeilis mátt þola mörg þung höggin í sínum lífsviðureignum, en eina ráðleggingu gefur hann lesendum sínum: Maður má aldrei líta á sjálfan sig sem fórnarlamb. Það er góður sannleikur í þessu. Velgengni í lífinu er auðvitað svo miklu meira undir manni sjálfum komin heldur en nokkurn tímann einhverju ímynduðu samsæri annarra gegn manni. Það er bara svo freistandi, og auðvelt, að búa frekar til veröld þar sem aðrir eru vondir við mann, heldur en að horfast í augu við gallana í eigin sálarlífi og vinna í þeim. Að telja sig fórnarlamb — og vera almennt hundleiðinlegur — er ein auðveldasta leiðin til að takast ekki á við sjálfan sig.Áhugi fólks á sér Einu sinni las ég líka frábæra grein, um sálfræði. Þar var það útskýrt hvernig allar manneskjur, meira eða minna, virðast iðulega ofmeta áhuga annarra á sér. Þetta er ein meginvillan í þankagangi fólks. Leiðin að þessari villu er svolítið áhugaverð: Fólk hefur almennt mjög mikinn áhuga á sér. Fólk pælir mikið í sjálfu sér, enda er fólk fast inni í sér og sínum líkama. Vegna þess að fólk pælir svona mikið í sjálfu sér, þá hefur það almennt mjög eðlilega tilhneigingu til að álykta sem svo að allir aðrir geri það líka. En það er auðvitað ekki rétt. Aðrir eru jú líka mestmegnis bara að pæla í sér. Ekki þér. Fattiði? Í svona heimi, sem er í grunnatriðum sjálfmiðaður, þarf rosamikið til að einhver nenni í samsæri gegn öðrum. Fólk hefur ekki tíma fyrir svoleiðis. Fólk hefur meiri áhuga á því að vera heima og horfa á Game of Thrones, eða að fara út með hundinn sinn eða að bera á gönguskíðin sín eða fá magavöðva eða kenna barnabarni sínu að smíða.Öfgaegóismi Að telja fólk vera í samsæri gegn sér er því í raun viss tegund af mjög öfgafullum egóisma. Ég er svona rosasérstakur, að aðrir í veröldinni hafa ákveðið að láta af hinum eðlislæga fókus á sjálfan sig og umhverfi sitt og setja fókusinn frekar á mig. Ég er svona mikil ógn. Bára Halldórsdóttir fór ekki inn á barinn af rælni og byrjaði að taka upp vegna þess að henni blöskraði dónatalið í þingmönnunum. Nei, hitt er líklegra, vegna þess að ég er svo svakalegur: Hópur fólks hefur um langa hríð unnið að þessu verki. Veröldin er svona: Öryrkjar, slatti af Vinstri grænum og, að auki, nokkrir lykilmeðlimir í félagi stuðningsfólks um þriðja orkupakkann, sem er áhrifamikið leynifélag hér í bæ, hafa verið að hittast um langa hríð og lagt á ráðin. Augljóst mál.Önnur villa Fólk fer mislangt í því að hleypa samsærispúkanum sínum á skeið. Sumir láta þessar hugsanir uppi í löngu máli í grein og birta hana svo. Þá eru menn djúpt sokknir. Þetta að lokum: Ekki síst í stjórnmálum getur sú hugsun orðið mjög sterk, að telja aðra vera í samsæri gegn manni — og þetta er hluti af fórnarlambsfreistingunni— á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að maður nýtur yfirgripsmikillar óvildar í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að maður hefur uppskorið hana. Þessu má ekki rugla saman. Óvildin bendir ekki til samsæris. Mun líklegra er að óvildin spretti af því að maður hafi verið of mikill skíthæll. Og þá þarf að vinna í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ég skal viðurkenna það, að þegar hlutir ganga ekki vel — enginn svarar tölvupóstum frá mér eða lítið er að gera í harkinu — þá hef ég tilhneigingu til að álykta sem svo að fulltrúar óskilgreindra afla sem eru mér andsnúin hafi hist einhvers staðar og ákveðið á fundi að nú skyldi lokað á þennan Guðmund. Nú sé tími til kominn að lækka rostann í því kvikindi. Sem betur fer reyni ég eftir fremsta megni að láta þessar tilfinningar ekki í ljós við nokkurn mann. Það er ekki vegna þess að ég vilji ekki gefa á mér höggstað í viðureign minni við öflin, heldur út af hinu: Ég veit auðvitað að þessar tilfinningar eru bull. Þetta eru bara leiðindi í sálinni. Þunglyndispésinn — sem ég held að allir hafi inni í sér í mismiklum mæli — er iðinn við að hvísla böli í eyrað á manni.Það sem Willie Nelson sagði Svona getur sálin verið furðuleg. Hugarþelið leitar í þá niðurstöðu, þegar hlutir eru ekki að ganga upp, að maður sé fórnarlamb. Oft þarf ekki mikið til, bara blöndu af þreytu, stressi, vondu veðri og leiðinlegu bréfi frá bankanum og bingó: Allir eru vondir við mann. Willie Nelson, sá snaggaralegi kántrígrallari, hittir naglann á höfuðið í frábærri ævisögu sinni. Hann hefur nú aldeilis mátt þola mörg þung höggin í sínum lífsviðureignum, en eina ráðleggingu gefur hann lesendum sínum: Maður má aldrei líta á sjálfan sig sem fórnarlamb. Það er góður sannleikur í þessu. Velgengni í lífinu er auðvitað svo miklu meira undir manni sjálfum komin heldur en nokkurn tímann einhverju ímynduðu samsæri annarra gegn manni. Það er bara svo freistandi, og auðvelt, að búa frekar til veröld þar sem aðrir eru vondir við mann, heldur en að horfast í augu við gallana í eigin sálarlífi og vinna í þeim. Að telja sig fórnarlamb — og vera almennt hundleiðinlegur — er ein auðveldasta leiðin til að takast ekki á við sjálfan sig.Áhugi fólks á sér Einu sinni las ég líka frábæra grein, um sálfræði. Þar var það útskýrt hvernig allar manneskjur, meira eða minna, virðast iðulega ofmeta áhuga annarra á sér. Þetta er ein meginvillan í þankagangi fólks. Leiðin að þessari villu er svolítið áhugaverð: Fólk hefur almennt mjög mikinn áhuga á sér. Fólk pælir mikið í sjálfu sér, enda er fólk fast inni í sér og sínum líkama. Vegna þess að fólk pælir svona mikið í sjálfu sér, þá hefur það almennt mjög eðlilega tilhneigingu til að álykta sem svo að allir aðrir geri það líka. En það er auðvitað ekki rétt. Aðrir eru jú líka mestmegnis bara að pæla í sér. Ekki þér. Fattiði? Í svona heimi, sem er í grunnatriðum sjálfmiðaður, þarf rosamikið til að einhver nenni í samsæri gegn öðrum. Fólk hefur ekki tíma fyrir svoleiðis. Fólk hefur meiri áhuga á því að vera heima og horfa á Game of Thrones, eða að fara út með hundinn sinn eða að bera á gönguskíðin sín eða fá magavöðva eða kenna barnabarni sínu að smíða.Öfgaegóismi Að telja fólk vera í samsæri gegn sér er því í raun viss tegund af mjög öfgafullum egóisma. Ég er svona rosasérstakur, að aðrir í veröldinni hafa ákveðið að láta af hinum eðlislæga fókus á sjálfan sig og umhverfi sitt og setja fókusinn frekar á mig. Ég er svona mikil ógn. Bára Halldórsdóttir fór ekki inn á barinn af rælni og byrjaði að taka upp vegna þess að henni blöskraði dónatalið í þingmönnunum. Nei, hitt er líklegra, vegna þess að ég er svo svakalegur: Hópur fólks hefur um langa hríð unnið að þessu verki. Veröldin er svona: Öryrkjar, slatti af Vinstri grænum og, að auki, nokkrir lykilmeðlimir í félagi stuðningsfólks um þriðja orkupakkann, sem er áhrifamikið leynifélag hér í bæ, hafa verið að hittast um langa hríð og lagt á ráðin. Augljóst mál.Önnur villa Fólk fer mislangt í því að hleypa samsærispúkanum sínum á skeið. Sumir láta þessar hugsanir uppi í löngu máli í grein og birta hana svo. Þá eru menn djúpt sokknir. Þetta að lokum: Ekki síst í stjórnmálum getur sú hugsun orðið mjög sterk, að telja aðra vera í samsæri gegn manni — og þetta er hluti af fórnarlambsfreistingunni— á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að maður nýtur yfirgripsmikillar óvildar í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að maður hefur uppskorið hana. Þessu má ekki rugla saman. Óvildin bendir ekki til samsæris. Mun líklegra er að óvildin spretti af því að maður hafi verið of mikill skíthæll. Og þá þarf að vinna í því.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun