Viðureignin við samsærisöflin Guðmundur Steingrímsson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Ég skal viðurkenna það, að þegar hlutir ganga ekki vel — enginn svarar tölvupóstum frá mér eða lítið er að gera í harkinu — þá hef ég tilhneigingu til að álykta sem svo að fulltrúar óskilgreindra afla sem eru mér andsnúin hafi hist einhvers staðar og ákveðið á fundi að nú skyldi lokað á þennan Guðmund. Nú sé tími til kominn að lækka rostann í því kvikindi. Sem betur fer reyni ég eftir fremsta megni að láta þessar tilfinningar ekki í ljós við nokkurn mann. Það er ekki vegna þess að ég vilji ekki gefa á mér höggstað í viðureign minni við öflin, heldur út af hinu: Ég veit auðvitað að þessar tilfinningar eru bull. Þetta eru bara leiðindi í sálinni. Þunglyndispésinn — sem ég held að allir hafi inni í sér í mismiklum mæli — er iðinn við að hvísla böli í eyrað á manni.Það sem Willie Nelson sagði Svona getur sálin verið furðuleg. Hugarþelið leitar í þá niðurstöðu, þegar hlutir eru ekki að ganga upp, að maður sé fórnarlamb. Oft þarf ekki mikið til, bara blöndu af þreytu, stressi, vondu veðri og leiðinlegu bréfi frá bankanum og bingó: Allir eru vondir við mann. Willie Nelson, sá snaggaralegi kántrígrallari, hittir naglann á höfuðið í frábærri ævisögu sinni. Hann hefur nú aldeilis mátt þola mörg þung höggin í sínum lífsviðureignum, en eina ráðleggingu gefur hann lesendum sínum: Maður má aldrei líta á sjálfan sig sem fórnarlamb. Það er góður sannleikur í þessu. Velgengni í lífinu er auðvitað svo miklu meira undir manni sjálfum komin heldur en nokkurn tímann einhverju ímynduðu samsæri annarra gegn manni. Það er bara svo freistandi, og auðvelt, að búa frekar til veröld þar sem aðrir eru vondir við mann, heldur en að horfast í augu við gallana í eigin sálarlífi og vinna í þeim. Að telja sig fórnarlamb — og vera almennt hundleiðinlegur — er ein auðveldasta leiðin til að takast ekki á við sjálfan sig.Áhugi fólks á sér Einu sinni las ég líka frábæra grein, um sálfræði. Þar var það útskýrt hvernig allar manneskjur, meira eða minna, virðast iðulega ofmeta áhuga annarra á sér. Þetta er ein meginvillan í þankagangi fólks. Leiðin að þessari villu er svolítið áhugaverð: Fólk hefur almennt mjög mikinn áhuga á sér. Fólk pælir mikið í sjálfu sér, enda er fólk fast inni í sér og sínum líkama. Vegna þess að fólk pælir svona mikið í sjálfu sér, þá hefur það almennt mjög eðlilega tilhneigingu til að álykta sem svo að allir aðrir geri það líka. En það er auðvitað ekki rétt. Aðrir eru jú líka mestmegnis bara að pæla í sér. Ekki þér. Fattiði? Í svona heimi, sem er í grunnatriðum sjálfmiðaður, þarf rosamikið til að einhver nenni í samsæri gegn öðrum. Fólk hefur ekki tíma fyrir svoleiðis. Fólk hefur meiri áhuga á því að vera heima og horfa á Game of Thrones, eða að fara út með hundinn sinn eða að bera á gönguskíðin sín eða fá magavöðva eða kenna barnabarni sínu að smíða.Öfgaegóismi Að telja fólk vera í samsæri gegn sér er því í raun viss tegund af mjög öfgafullum egóisma. Ég er svona rosasérstakur, að aðrir í veröldinni hafa ákveðið að láta af hinum eðlislæga fókus á sjálfan sig og umhverfi sitt og setja fókusinn frekar á mig. Ég er svona mikil ógn. Bára Halldórsdóttir fór ekki inn á barinn af rælni og byrjaði að taka upp vegna þess að henni blöskraði dónatalið í þingmönnunum. Nei, hitt er líklegra, vegna þess að ég er svo svakalegur: Hópur fólks hefur um langa hríð unnið að þessu verki. Veröldin er svona: Öryrkjar, slatti af Vinstri grænum og, að auki, nokkrir lykilmeðlimir í félagi stuðningsfólks um þriðja orkupakkann, sem er áhrifamikið leynifélag hér í bæ, hafa verið að hittast um langa hríð og lagt á ráðin. Augljóst mál.Önnur villa Fólk fer mislangt í því að hleypa samsærispúkanum sínum á skeið. Sumir láta þessar hugsanir uppi í löngu máli í grein og birta hana svo. Þá eru menn djúpt sokknir. Þetta að lokum: Ekki síst í stjórnmálum getur sú hugsun orðið mjög sterk, að telja aðra vera í samsæri gegn manni — og þetta er hluti af fórnarlambsfreistingunni— á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að maður nýtur yfirgripsmikillar óvildar í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að maður hefur uppskorið hana. Þessu má ekki rugla saman. Óvildin bendir ekki til samsæris. Mun líklegra er að óvildin spretti af því að maður hafi verið of mikill skíthæll. Og þá þarf að vinna í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skal viðurkenna það, að þegar hlutir ganga ekki vel — enginn svarar tölvupóstum frá mér eða lítið er að gera í harkinu — þá hef ég tilhneigingu til að álykta sem svo að fulltrúar óskilgreindra afla sem eru mér andsnúin hafi hist einhvers staðar og ákveðið á fundi að nú skyldi lokað á þennan Guðmund. Nú sé tími til kominn að lækka rostann í því kvikindi. Sem betur fer reyni ég eftir fremsta megni að láta þessar tilfinningar ekki í ljós við nokkurn mann. Það er ekki vegna þess að ég vilji ekki gefa á mér höggstað í viðureign minni við öflin, heldur út af hinu: Ég veit auðvitað að þessar tilfinningar eru bull. Þetta eru bara leiðindi í sálinni. Þunglyndispésinn — sem ég held að allir hafi inni í sér í mismiklum mæli — er iðinn við að hvísla böli í eyrað á manni.Það sem Willie Nelson sagði Svona getur sálin verið furðuleg. Hugarþelið leitar í þá niðurstöðu, þegar hlutir eru ekki að ganga upp, að maður sé fórnarlamb. Oft þarf ekki mikið til, bara blöndu af þreytu, stressi, vondu veðri og leiðinlegu bréfi frá bankanum og bingó: Allir eru vondir við mann. Willie Nelson, sá snaggaralegi kántrígrallari, hittir naglann á höfuðið í frábærri ævisögu sinni. Hann hefur nú aldeilis mátt þola mörg þung höggin í sínum lífsviðureignum, en eina ráðleggingu gefur hann lesendum sínum: Maður má aldrei líta á sjálfan sig sem fórnarlamb. Það er góður sannleikur í þessu. Velgengni í lífinu er auðvitað svo miklu meira undir manni sjálfum komin heldur en nokkurn tímann einhverju ímynduðu samsæri annarra gegn manni. Það er bara svo freistandi, og auðvelt, að búa frekar til veröld þar sem aðrir eru vondir við mann, heldur en að horfast í augu við gallana í eigin sálarlífi og vinna í þeim. Að telja sig fórnarlamb — og vera almennt hundleiðinlegur — er ein auðveldasta leiðin til að takast ekki á við sjálfan sig.Áhugi fólks á sér Einu sinni las ég líka frábæra grein, um sálfræði. Þar var það útskýrt hvernig allar manneskjur, meira eða minna, virðast iðulega ofmeta áhuga annarra á sér. Þetta er ein meginvillan í þankagangi fólks. Leiðin að þessari villu er svolítið áhugaverð: Fólk hefur almennt mjög mikinn áhuga á sér. Fólk pælir mikið í sjálfu sér, enda er fólk fast inni í sér og sínum líkama. Vegna þess að fólk pælir svona mikið í sjálfu sér, þá hefur það almennt mjög eðlilega tilhneigingu til að álykta sem svo að allir aðrir geri það líka. En það er auðvitað ekki rétt. Aðrir eru jú líka mestmegnis bara að pæla í sér. Ekki þér. Fattiði? Í svona heimi, sem er í grunnatriðum sjálfmiðaður, þarf rosamikið til að einhver nenni í samsæri gegn öðrum. Fólk hefur ekki tíma fyrir svoleiðis. Fólk hefur meiri áhuga á því að vera heima og horfa á Game of Thrones, eða að fara út með hundinn sinn eða að bera á gönguskíðin sín eða fá magavöðva eða kenna barnabarni sínu að smíða.Öfgaegóismi Að telja fólk vera í samsæri gegn sér er því í raun viss tegund af mjög öfgafullum egóisma. Ég er svona rosasérstakur, að aðrir í veröldinni hafa ákveðið að láta af hinum eðlislæga fókus á sjálfan sig og umhverfi sitt og setja fókusinn frekar á mig. Ég er svona mikil ógn. Bára Halldórsdóttir fór ekki inn á barinn af rælni og byrjaði að taka upp vegna þess að henni blöskraði dónatalið í þingmönnunum. Nei, hitt er líklegra, vegna þess að ég er svo svakalegur: Hópur fólks hefur um langa hríð unnið að þessu verki. Veröldin er svona: Öryrkjar, slatti af Vinstri grænum og, að auki, nokkrir lykilmeðlimir í félagi stuðningsfólks um þriðja orkupakkann, sem er áhrifamikið leynifélag hér í bæ, hafa verið að hittast um langa hríð og lagt á ráðin. Augljóst mál.Önnur villa Fólk fer mislangt í því að hleypa samsærispúkanum sínum á skeið. Sumir láta þessar hugsanir uppi í löngu máli í grein og birta hana svo. Þá eru menn djúpt sokknir. Þetta að lokum: Ekki síst í stjórnmálum getur sú hugsun orðið mjög sterk, að telja aðra vera í samsæri gegn manni — og þetta er hluti af fórnarlambsfreistingunni— á meðan staðreyndin er einfaldlega sú að maður nýtur yfirgripsmikillar óvildar í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að maður hefur uppskorið hana. Þessu má ekki rugla saman. Óvildin bendir ekki til samsæris. Mun líklegra er að óvildin spretti af því að maður hafi verið of mikill skíthæll. Og þá þarf að vinna í því.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar