Sand og siðanefndin Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. maí 2019 07:00 Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun