Tollasamningar Íslands við Evrópu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. október 2019 11:30 18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar