Aalborg með þá Janus Daða og Ómar Inga innanborð bar sigurorð á Mors-Thy í danska handboltanum í dag 27-25.
Fyrir leikinn var Aalborg í næst efsta sæti deildarinnar með 29 stig en Mors-Thy var í næst neðsta sætinu.
Leikurinn var þó heldur jafn frá upphafi til enda og neituðu liðsmenn Mors að gefast upp og fóru þeir t.d. með forystuna í hálfleikinn.
Það var þó að lokum Aalborg sem sigraði 27-25. Janus Daði skoraði 2 mörk í leiknum á meðan Ómar Ingi skoraði fjögur mörk.
Eftir leikinn er Aalborg í öðru sæti með 31 stig.

