Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2019 08:15 Liðsmenn krikketliðsins frá Bangladess fagna í einum af leikjum sínum í Nýja Sjálandi. Getty/Hagen Hopkins Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam. Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sjá meira
Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam.
Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sjá meira