Tækifæri í ferðaþjónustu Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 17. janúar 2019 06:30 Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar. Mannamót hefur vaxið hratt frá því að vera lítil hugmynd um að búa til ákjósanlegan vettvang fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að kynna sig fyrir ferðaþjónustuaðilunum í Reykjavík, yfir í það að vera ein af lykilstoðum vaxtar og nýsköpunar í ferðaþjónustu. Á þessum vettvangi verða á hverju ári til gríðarlega mikil viðskipti, nýjar hugmyndir fæðast og samstarf verður til um ýmis verkefni. Tengsl styrkjast, auk þess að myndast á staðnum, enda er Mannamót frábær stökkpallur fyrir ný fyrirtæki inn í atvinnugreinina. Sérstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi felst í mannauðnum sem skapar eftirsótta þjónustu og vinnur sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengjast því að koma erlendum ferðamönnum á áfangastaðinn og heim aftur með frábæra upplifun í farteskinu. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan þurft að vinna hratt að því að þróa þjónustu sína og byggja upp innviði þar sem vöxtur í komum erlendra ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarlega hraður. Mörg svæði hafa náð að byggja upp kröftuga ferðaþjónustu en í flestum landshlutum er enn mikil þörf á þróun og uppbyggingu, þar sem við höfum ekki náð að byggja upp heilsársferðaþjónustu um allt land. Síðastliðin ár hefur hvert svæði sett ákveðin verkefni í forgang sem nauðsynlegt er að vinna til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu um allt landið en þessi verkefni tengjast samgöngum, uppbyggingu og skipulagi við nátttúruperlur, fjármögnun innviða og nýsköpunar, markaðssetningu og upplýsingagjöf svo eitthvað sé nefnt. Þessi verkefni verða aðeins unnin í góðu samstarfi ríkis og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ef horft er til fjölda þátttakenda í Mannamóti þá er engan bilbug að finna á ferðaþjónustuaðilum og við getum áfram horft með bjartsýni til ferðaþjónustunnar sem einnar meginatvinnugreinar Íslendinga. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og talsmaður markaðsstofa landshlutanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar. Mannamót hefur vaxið hratt frá því að vera lítil hugmynd um að búa til ákjósanlegan vettvang fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að kynna sig fyrir ferðaþjónustuaðilunum í Reykjavík, yfir í það að vera ein af lykilstoðum vaxtar og nýsköpunar í ferðaþjónustu. Á þessum vettvangi verða á hverju ári til gríðarlega mikil viðskipti, nýjar hugmyndir fæðast og samstarf verður til um ýmis verkefni. Tengsl styrkjast, auk þess að myndast á staðnum, enda er Mannamót frábær stökkpallur fyrir ný fyrirtæki inn í atvinnugreinina. Sérstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi felst í mannauðnum sem skapar eftirsótta þjónustu og vinnur sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengjast því að koma erlendum ferðamönnum á áfangastaðinn og heim aftur með frábæra upplifun í farteskinu. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan þurft að vinna hratt að því að þróa þjónustu sína og byggja upp innviði þar sem vöxtur í komum erlendra ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarlega hraður. Mörg svæði hafa náð að byggja upp kröftuga ferðaþjónustu en í flestum landshlutum er enn mikil þörf á þróun og uppbyggingu, þar sem við höfum ekki náð að byggja upp heilsársferðaþjónustu um allt land. Síðastliðin ár hefur hvert svæði sett ákveðin verkefni í forgang sem nauðsynlegt er að vinna til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu um allt landið en þessi verkefni tengjast samgöngum, uppbyggingu og skipulagi við nátttúruperlur, fjármögnun innviða og nýsköpunar, markaðssetningu og upplýsingagjöf svo eitthvað sé nefnt. Þessi verkefni verða aðeins unnin í góðu samstarfi ríkis og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ef horft er til fjölda þátttakenda í Mannamóti þá er engan bilbug að finna á ferðaþjónustuaðilum og við getum áfram horft með bjartsýni til ferðaþjónustunnar sem einnar meginatvinnugreinar Íslendinga. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og talsmaður markaðsstofa landshlutanna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun