Jón: Langar að kveðja íslenska landsliðið, sjáum til í kjölfarið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 22:45 Jón Arnór (fyrir miðju) fagnar fimmta titlinum í röð með KR vísir/bára Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Er þessi titill sætari enn allir hinir? „Já, ég myndi segja það. Náttúrulega bara útaf þessu afreki. Við erum að slá met með þessu, fimm í röð og svo er þetta búið að vera tímabil sem er upp og niður allan tímann og mikið af róteringum og drama í kringum liðið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir frábæran sigur á Tindastól, 89-73 þar sem hann setti 14 stig. „Við höfum ekki verið að spila eftir okkar bestu getu og erum að koma í fyrsta skipti sem litla liðið inn í úrslitakeppnina, á útivelli til að byrja með og við höfum aldrei gert það áður og það var áskorun fyrir okkur sem við vildum takast á við. Við settum upp gott „game-plan“ og framkvæmdum það. Fyrir vikið er þetta ótrúlega sætt.“ Afrek KR er eitthvað sem líklegast verður ekki leikið aftur, að taka fimm titla í röð. „Það verður mjög erfitt. Auðvitað vonast ég til þess að það séu fleiri lið að byggja upp og vinna titla og titillinn flakki á milli, það er best fyrir íslenskan körfubolta. KR er búið að vera með yfirburði síðustu tíu ár og maður vill kannski sjá þetta þróast út í það að verða aðeins jafnara.“ „Deildin var mjög flott í ár og það var mikið af liðum sem voru búin að bæta sig mikið og áttu skilið að vinna þennan titil alveg eins og við.“ Jón Arnór er orðinn 35 ára gamall og hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan magnaða leikmann? „Ég verð alltaf KR-ingur. Spurning hvað maður spilar lengi í viðbót. Ég þarf að vera mjög duglegur í sumar að taka skrokkinn á mér í gegn ef ég ætla að taka þátt og vera góður. Ég hef oft sagt það að ef ég er ekki góður og mér líður eins og ég sé ekki góður þá vil ég ekkert spila.“ „Það bara kemur í ljós. Það eru landsleikir núna sem ég er búin að gefa það út að ég ætli að spila. Fram að þeim tíma þarf ég að vera rosalega duglegur, ég má eiginlega ekkert taka mér neina pásu, þarf að teygja á náranum þangað til. Það er áskorun fyrir mig og mig langar að kveðja íslenska landsliðið með þessum leikjum og fá minn kveðjuleik og drama og allt það.“ „Það er fyrsta verkefnið og svo sjáum við til í kjölfarið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira
Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Er þessi titill sætari enn allir hinir? „Já, ég myndi segja það. Náttúrulega bara útaf þessu afreki. Við erum að slá met með þessu, fimm í röð og svo er þetta búið að vera tímabil sem er upp og niður allan tímann og mikið af róteringum og drama í kringum liðið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir frábæran sigur á Tindastól, 89-73 þar sem hann setti 14 stig. „Við höfum ekki verið að spila eftir okkar bestu getu og erum að koma í fyrsta skipti sem litla liðið inn í úrslitakeppnina, á útivelli til að byrja með og við höfum aldrei gert það áður og það var áskorun fyrir okkur sem við vildum takast á við. Við settum upp gott „game-plan“ og framkvæmdum það. Fyrir vikið er þetta ótrúlega sætt.“ Afrek KR er eitthvað sem líklegast verður ekki leikið aftur, að taka fimm titla í röð. „Það verður mjög erfitt. Auðvitað vonast ég til þess að það séu fleiri lið að byggja upp og vinna titla og titillinn flakki á milli, það er best fyrir íslenskan körfubolta. KR er búið að vera með yfirburði síðustu tíu ár og maður vill kannski sjá þetta þróast út í það að verða aðeins jafnara.“ „Deildin var mjög flott í ár og það var mikið af liðum sem voru búin að bæta sig mikið og áttu skilið að vinna þennan titil alveg eins og við.“ Jón Arnór er orðinn 35 ára gamall og hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan magnaða leikmann? „Ég verð alltaf KR-ingur. Spurning hvað maður spilar lengi í viðbót. Ég þarf að vera mjög duglegur í sumar að taka skrokkinn á mér í gegn ef ég ætla að taka þátt og vera góður. Ég hef oft sagt það að ef ég er ekki góður og mér líður eins og ég sé ekki góður þá vil ég ekkert spila.“ „Það bara kemur í ljós. Það eru landsleikir núna sem ég er búin að gefa það út að ég ætli að spila. Fram að þeim tíma þarf ég að vera rosalega duglegur, ég má eiginlega ekkert taka mér neina pásu, þarf að teygja á náranum þangað til. Það er áskorun fyrir mig og mig langar að kveðja íslenska landsliðið með þessum leikjum og fá minn kveðjuleik og drama og allt það.“ „Það er fyrsta verkefnið og svo sjáum við til í kjölfarið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15