Á von á strangari reglum um hagsmunaskráningu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir hefur skipað starfshóp sem ætlað er að koma með úrlausnir á traustvanda stjórnmálastéttarinnar. Vísir/Hanna Allt frá því í bankahruninu 2008 hefur traust almennings á stjórnmálamönnum og ýmsum stofnunum verið í lágmarki. Meðal annars hefur traust almennings gagnvart Alþingi mælst á bilinu 18 til 24 prósent frá febrúar 2009 til dagsins í dag samkvæmt traustmælingum Gallup. Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt að mæta þessu vantrausti með bættum vinnubrögðum og öðrum lausnum en nú hefur Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra, skipað starfshóp sem ætlað er að koma með úrlausnir á þessum traustvanda stjórnmálastéttarinnar. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og er henni ætlað að skila tillögum í Starf nefndarinnar mun verða víðfeðmt og Katrín reiknar með að nefndin skili fjölbreyttum tillögum. „Nú setjum við fyrst almennar siðareglur og reglur um hagsmunaskráningu eftir hrun hér á landi og erum nokkuð sein til í alþjóðlegu samhengi,“ segir Katrín. „Ég á von á því að það verði gerðar kröfur um strangari reglur í þeim efnum. Ekki síst hvað varðar hagsmunaskráningu.“ Þá reiknar hún með því að fram muni koma breytingar á lögum er varða umgjörð stjórnsýslunnar. „Í því samhengi hefur til dæmis verið talað um vernd uppljóstrara og þagnarskyldu starfsmanna stjórnarráðsins sem er eitthvað sem ég vænti þess að sé eitthvað sem þessi nefnd fari yfir.“ Skref í rétta átt en enn skortir pólitíska ábyrgðSmári McCarthy, þingmaður Pírata.Smári McCarthy, þingmaður Pírata segir hópinn skref í rétta átt og fagnar tilkomu hans. Hinsvegar telur hann fleiri þætti mikilvæga til að auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum og telur þörf á að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð í auknu mæli og vísar hann til dæmis til Sigríðar Á Andersen, dómsmálaráðherra, sem sætt hefur gagnrýni vegna málefna Landsréttar. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur ríkt í garð stjórnmálanna í nokkurn tíma,“ segir hann. „Þetta er skref í rétta átt en það eru nokkur augljós skref sem hægt væri að taka strax. Það eru til dæmis spurningar um pólitíska ábyrgð sem hefur ekki almennilega fest sig í sessi í okkar pólitísku menningu. Fólk verður að bera ábyrgð á sínum stjórnarathöfnum og verður að bregðast við þegar það gerir eitthvað á skjön við lög til dæmis.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Allt frá því í bankahruninu 2008 hefur traust almennings á stjórnmálamönnum og ýmsum stofnunum verið í lágmarki. Meðal annars hefur traust almennings gagnvart Alþingi mælst á bilinu 18 til 24 prósent frá febrúar 2009 til dagsins í dag samkvæmt traustmælingum Gallup. Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt að mæta þessu vantrausti með bættum vinnubrögðum og öðrum lausnum en nú hefur Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra, skipað starfshóp sem ætlað er að koma með úrlausnir á þessum traustvanda stjórnmálastéttarinnar. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og er henni ætlað að skila tillögum í Starf nefndarinnar mun verða víðfeðmt og Katrín reiknar með að nefndin skili fjölbreyttum tillögum. „Nú setjum við fyrst almennar siðareglur og reglur um hagsmunaskráningu eftir hrun hér á landi og erum nokkuð sein til í alþjóðlegu samhengi,“ segir Katrín. „Ég á von á því að það verði gerðar kröfur um strangari reglur í þeim efnum. Ekki síst hvað varðar hagsmunaskráningu.“ Þá reiknar hún með því að fram muni koma breytingar á lögum er varða umgjörð stjórnsýslunnar. „Í því samhengi hefur til dæmis verið talað um vernd uppljóstrara og þagnarskyldu starfsmanna stjórnarráðsins sem er eitthvað sem ég vænti þess að sé eitthvað sem þessi nefnd fari yfir.“ Skref í rétta átt en enn skortir pólitíska ábyrgðSmári McCarthy, þingmaður Pírata.Smári McCarthy, þingmaður Pírata segir hópinn skref í rétta átt og fagnar tilkomu hans. Hinsvegar telur hann fleiri þætti mikilvæga til að auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum og telur þörf á að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð í auknu mæli og vísar hann til dæmis til Sigríðar Á Andersen, dómsmálaráðherra, sem sætt hefur gagnrýni vegna málefna Landsréttar. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur ríkt í garð stjórnmálanna í nokkurn tíma,“ segir hann. „Þetta er skref í rétta átt en það eru nokkur augljós skref sem hægt væri að taka strax. Það eru til dæmis spurningar um pólitíska ábyrgð sem hefur ekki almennilega fest sig í sessi í okkar pólitísku menningu. Fólk verður að bera ábyrgð á sínum stjórnarathöfnum og verður að bregðast við þegar það gerir eitthvað á skjön við lög til dæmis.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira