Ulla og Helgi kynntust í Vestmannaeyjum en bjuggu lengst af í Danmörku. Fyrir tveimur árum ákvað Ulla að hún gæti ekki lengur búið í veðursældinni þar.
„Ég þarf að geta komist út í rokið. Ég elska að vera úti í roki, þegar er brjálað veður þá er ég farin út,” segir Ulla og bætir því við að hún elski rigninguna líka.
Fjölskyldan verður í aðalhlutverki í þriðja þætti af Margra barna mæðrum sem verður sýndur á Stöð 2 á sunnudag.
Meðfylgjandi er brot úr þættinum en þar sést þegar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kíkja inn í þvottahúsið hjá Ullu, þar sem þarf tvær þvottavélar og tvo þurrkara til að komast yfir að þvo af fjölskyldunni.