Pavel ekki með íslenska landsliðinu í sumar: Æfingahópur sumarsins klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 11:42 Pavel Ermolinskij. Vísir/Bára KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér Körfubolti Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér
Körfubolti Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti