Pavel ekki með íslenska landsliðinu í sumar: Æfingahópur sumarsins klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 11:42 Pavel Ermolinskij. Vísir/Bára KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér Körfubolti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Sjá meira
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér
Körfubolti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Sjá meira