Pavel ekki með íslenska landsliðinu í sumar: Æfingahópur sumarsins klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 11:42 Pavel Ermolinskij. Vísir/Bára KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér Körfubolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér
Körfubolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira