Pavel ekki með íslenska landsliðinu í sumar: Æfingahópur sumarsins klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 11:42 Pavel Ermolinskij. Vísir/Bára KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í sumar en framundan eru tveir leikir í undankeppni HM 2019 sem fram fara í lok júní og byrjun júlí. Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sumarsins. Craig Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp að þessu sinni en fjórir leikmenn sem voru valdir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Jón Arnór Stefánsson er í hópnum en hann hefur gefið það út að þetta verði hans síðustu landsleikir. Hlynur Bæringsson er einnig í hópnum en ekki er vitað hvort þetta verða líka hans síðustu landsleikir. Jón Axel Guðmundsson kemur inn í landsliðið á ný en hann gaf ekki kost á sér síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af meiðslum. Jón Axel átti síðan frábært tímabil með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þetta eru síðustu leikir liðsins í fyrri umferðinni og eftir þá ræðst hvar liðið stendur og hvert framhaldið verður. Ísland leikur í F-riðli og staðan í honum Tékkland (3/1), Ísland (2/2), Finnland (2/2) og Búlgaría (1/3) fyrir lokaleikina sem framundan eru. Þrjú efstu liðin fara áfram í aðra umferð en þá blandast E og F riðlar saman í einn sex liða riðil. Í E-riðli eru Frakkland, Rússland, Bosnía og Belgía. Eftir sameiningu og umferð tvö þessara sex liða fara fjögur efstu af þeim á HM í Kína. Það er því um mjög mikilvæga leiki að ræða fyrir næstu skref íslenska liðsins í að tryggja sér sæti áfram í HM undankeppninni sem og upp á röðun í undankeppni EM 2021. Báðir leikirnir í sumar fara fram á útivelli. Ljóst er að íslenska liðið þarf sigur gegn Búlgaríu til að gulltryggja sér sæti í annarri umferðinni strax en leikurinn gegn Búlgaríu fer fram þann 29. júní og hefst hann kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fari leikar svo að Búlgaría vinni leikinn munu þeir alltaf enda fyrir ofan okkur í riðlinum nema að við leggjum Finna í Hartwall-Arena þann 2. júlí í síðari leiknum, en á þann leik eru allir miðar uppseldir og verða þar 11 þúsund manns staddir að hvetja heimamenn áfram gegn tæplega 100 íslendingum, en leikmenn og fylgdarlið U16 og U18 liðanna verða þar stödd á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi á sama tíma og mæta á leikinn. Það er því ljóst að leikurinn gegn Búlgaríu er mjög mikilvægur og mikið undir fyrir okkar lið.Æfingahópur Íslands er þannig skipaður í sumar: Breki Gylfason - Haukar (Nýliði) Elvar Már Friðriksson - Barry University, USA (32) Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65) Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði) Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120) Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72) Jón Arnór Stefánsson - KR (98) Jón Axel Guðmundsson - Davidson, USA (5) Kári Jónsson - Haukar (7) Kristófer Acox - KR (34) Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60) Ólafur Ólafsson - Grindavík (24) Pétur Rúnar Birgisson - Tindastóll (7) Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27) Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)Eftirtaldir leikmenn voru einnig valdir en gefa ekki kost á sér að þessu sinni: Matthías Orri Sigurðarson - ÍR · Gefur ekki kost á sér S. Arnar Björnsson - Tindastóll · Meiddur Pavel Ermolinskij - KR · Meiddur Tómas Hilmarsson - Stjarnan · Gefur ekki kost á sér
Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira