Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. október 2018 07:00 Óvíst er hvenær Ásdís getur kastað spjóti á ný en hún þarf að fara varfærnislega í það. Getty/Alexander Hassenstein Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk loksins svör við bakmeiðslunum sem hafa verið að plaga hana undanfarna mánuði. Neðst í mjóbakinu er sprunga vegna álags og hefur hún því æft og keppt að undanförnu með brot í bakinu. „Ég fór nýlega í skoðun þar sem kom í ljós að ég hef fengið álagsbrot í bakið, líklegast síðasta sumar. Þetta er í þeim hluta hryggjarins að ég finn aðeins fyrir þessu þegar ég kasta spjótinu en ekki við styrktaræfingar,“ sagði Ásdís og hélt áfram: „Verkurinn hvarf eftir tímabilið í fyrra þegar ég hætti að kasta og tók sig upp á ný í vor en ég reyndi að halda honum niðri í ár með sjúkraþjálfun. Hvenær nákvæmlega þetta álagsbrot tók sig upp þori ég ekki að segja en þetta er gamalt brot, það sást við skoðunina að þetta er allavega sex mánaða gamalt. Það er líklegt að þetta hafi gerst í fyrra og að það hafi opnast á ný í ár þegar álagið jókst og fékk ekki að gróa.“ Óvíst er hvenær hún getur kastað spjóti á ný en hún þarf að fara varfærnislega í það. „Það er erfitt að segja með álagsbrot, þau taka oft lengri tíma en beinbrot að gróa og það fer eftir álagi á svæðið. Ég fékk sprautu til að minnka bólguna til að flýta fyrir endurhæfingunni og þarf ekki að fara í aðgerð og núna er bara verið að bíða eftir endurhæfingu. Ég geri ráð fyrir að fara aftur í sömu skoðun áður en ég kasta spjóti á ný til að vera örugg um að beinið sé búið að gróa. Ég vill ekki taka kastæfingu og lenda í því að brotið opnist á ný.“ Hún segir það vissan létti að þetta sé loksins komið á hreint eftir margra mánaða óvissu. „Það var mjög góð tilfinning og mikill léttir að heyra loksins hvað var að og hvernig hægt væri að takast á við það. Ég tók þessi meiðsli ekkert alvarlega í byrjun, hélt að þetta myndi fara innan skamms og reyndi að halda þessu niðri. Það gekk vel að æfa í vetur og ég kastaði mjög vel þegar ég hóf það í vor en þegar þetta tók sig aftur upp þá lá þetta afar þungt á mér. Ég fann alltaf fyrir óþægindum og yfirleitt nístandi sársauka þegar ég kastaði og það tók á andlega. Ég vissi ekki hvort ég yrði með tárin í augunum þegar ég kæmi heim af æfingu,“ segir Ásdís sem sagði að það hefði komið sá tími að hún óttaðist um ferilinn. „Það kom tímapunktur, í sumar gat ég kastað en fann alltaf fyrir óþægindum, og maður hugsaði hvað yrði um ferilinn. Þegar ég hugsa til baka er það klikkun að hafa verið að halda áfram með brot í baki. Við reyndum hvað sem hægt var en okkur tókst aldrei að finna út hvað þetta var og það reyndi á, það var ekki hægt að sjá neina lausn þegar við þekktum ekki vandamálið. Það hefðu eflaust margir tekið þessum fregnum illa en ég var bara fegin.“ Hún rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín þar sem hún lenti í 13. sæti og átti flott köst þrátt fyrir meiðslin. „Það er ótrúlegt að hugsa til baka að hafa náð 13. sæti á EM með brot í baki en á sama tíma ótrúlega svekkjandi. Á fyrstu æfingum sumarsins var ég að kasta það vel að ég hefði komist á verðlaunapall í Berlín. Ég þurfti líka að horfa á eftir sæti í úrslitunum í lokakastinu þegar æfingafélagi minn gerði út um vonir mínar í annað sinn, það var ótrúlega svekkjandi,“ sagði Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk loksins svör við bakmeiðslunum sem hafa verið að plaga hana undanfarna mánuði. Neðst í mjóbakinu er sprunga vegna álags og hefur hún því æft og keppt að undanförnu með brot í bakinu. „Ég fór nýlega í skoðun þar sem kom í ljós að ég hef fengið álagsbrot í bakið, líklegast síðasta sumar. Þetta er í þeim hluta hryggjarins að ég finn aðeins fyrir þessu þegar ég kasta spjótinu en ekki við styrktaræfingar,“ sagði Ásdís og hélt áfram: „Verkurinn hvarf eftir tímabilið í fyrra þegar ég hætti að kasta og tók sig upp á ný í vor en ég reyndi að halda honum niðri í ár með sjúkraþjálfun. Hvenær nákvæmlega þetta álagsbrot tók sig upp þori ég ekki að segja en þetta er gamalt brot, það sást við skoðunina að þetta er allavega sex mánaða gamalt. Það er líklegt að þetta hafi gerst í fyrra og að það hafi opnast á ný í ár þegar álagið jókst og fékk ekki að gróa.“ Óvíst er hvenær hún getur kastað spjóti á ný en hún þarf að fara varfærnislega í það. „Það er erfitt að segja með álagsbrot, þau taka oft lengri tíma en beinbrot að gróa og það fer eftir álagi á svæðið. Ég fékk sprautu til að minnka bólguna til að flýta fyrir endurhæfingunni og þarf ekki að fara í aðgerð og núna er bara verið að bíða eftir endurhæfingu. Ég geri ráð fyrir að fara aftur í sömu skoðun áður en ég kasta spjóti á ný til að vera örugg um að beinið sé búið að gróa. Ég vill ekki taka kastæfingu og lenda í því að brotið opnist á ný.“ Hún segir það vissan létti að þetta sé loksins komið á hreint eftir margra mánaða óvissu. „Það var mjög góð tilfinning og mikill léttir að heyra loksins hvað var að og hvernig hægt væri að takast á við það. Ég tók þessi meiðsli ekkert alvarlega í byrjun, hélt að þetta myndi fara innan skamms og reyndi að halda þessu niðri. Það gekk vel að æfa í vetur og ég kastaði mjög vel þegar ég hóf það í vor en þegar þetta tók sig aftur upp þá lá þetta afar þungt á mér. Ég fann alltaf fyrir óþægindum og yfirleitt nístandi sársauka þegar ég kastaði og það tók á andlega. Ég vissi ekki hvort ég yrði með tárin í augunum þegar ég kæmi heim af æfingu,“ segir Ásdís sem sagði að það hefði komið sá tími að hún óttaðist um ferilinn. „Það kom tímapunktur, í sumar gat ég kastað en fann alltaf fyrir óþægindum, og maður hugsaði hvað yrði um ferilinn. Þegar ég hugsa til baka er það klikkun að hafa verið að halda áfram með brot í baki. Við reyndum hvað sem hægt var en okkur tókst aldrei að finna út hvað þetta var og það reyndi á, það var ekki hægt að sjá neina lausn þegar við þekktum ekki vandamálið. Það hefðu eflaust margir tekið þessum fregnum illa en ég var bara fegin.“ Hún rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín þar sem hún lenti í 13. sæti og átti flott köst þrátt fyrir meiðslin. „Það er ótrúlegt að hugsa til baka að hafa náð 13. sæti á EM með brot í baki en á sama tíma ótrúlega svekkjandi. Á fyrstu æfingum sumarsins var ég að kasta það vel að ég hefði komist á verðlaunapall í Berlín. Ég þurfti líka að horfa á eftir sæti í úrslitunum í lokakastinu þegar æfingafélagi minn gerði út um vonir mínar í annað sinn, það var ótrúlega svekkjandi,“ sagði Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira