Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Fjögur ungmenni hafa látið lífið hér á landi það sem af er ári vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja og fimmta málið er nú til rannsóknar. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við Edward Huijbens varaformann Vinstri grænna sem vill að dómsmálaráðherra segi af sér en hann skaut föstum skotum að sjálfstæðismönnum í ræðu á flokksráðsfundi VG í dag.

Þá verðum við í beinni frá Valhöll þar sem von er á fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×