Eyðslumet falla víða í ensku úrvalsdeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. ágúst 2018 15:30 Jefferson Lerma ásamt Eddie Howe, stjóra Bournemouth vísir/getty Lokað verður fyrir félagaskipti á Englandi á morgun, sólarhring áður en flautað verður til leiks á Old Trafford þar sem opnunarleikur ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á milli Man Utd og Leicester United. Mörg félög hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á síðasta sólarhring hafa bæði Bournemouth og Wolves fest kaup á dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Bournemouth gekk frá kaupum á kólumbíska landsliðsmanninum Jefferson Lerma fyrir 25 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Bournemouth en Nathan Ake átti metið eftir að hafa verið keyptur fyrir 20 milljónir punda í fyrra. Lerma þessi er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Levante í spænska boltanum undanfarin þrjú ár.It's official! We've completed the signing @FCFSeleccionCol international Jefferson Lerma for a club record fee from @LevanteUD.#afcb https://t.co/KnVAZ6WfMK— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 7, 2018 Fyrrum ungstirni Barcelona til ÚlfannaNýliðar Wolves festu í dag kaup á kantmanninum knáa Adama Traore en hann kemur til félagsins frá enska B-deildarliðinu Middlesbrough. Úlfarnir borga 18 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla Spánverja sem kom fyrst í enska boltann til Aston Villa en hann kom upp í gegnum unglingastarf Barcelona þar sem hann náði að leika einn aðalliðsleik, aðeins 17 ára gamall. Úlfarnir mæta með mikið breytt lið til leiks eftir að hafa unnið B-deildina á síðustu leiktíð en á meðal leikmanna sem þeir hafa fengið í sumar má nefna Joao Moutinho, Rui Patricio og Raul Jimenez.The full story as Adama Traore puts pen-to-paper on a five-year deal at Molineux. #BienvenidoAdamahttps://t.co/I5xeKsH3t6— Wolves (@Wolves) August 8, 2018 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Lokað verður fyrir félagaskipti á Englandi á morgun, sólarhring áður en flautað verður til leiks á Old Trafford þar sem opnunarleikur ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á milli Man Utd og Leicester United. Mörg félög hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á síðasta sólarhring hafa bæði Bournemouth og Wolves fest kaup á dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Bournemouth gekk frá kaupum á kólumbíska landsliðsmanninum Jefferson Lerma fyrir 25 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Bournemouth en Nathan Ake átti metið eftir að hafa verið keyptur fyrir 20 milljónir punda í fyrra. Lerma þessi er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Levante í spænska boltanum undanfarin þrjú ár.It's official! We've completed the signing @FCFSeleccionCol international Jefferson Lerma for a club record fee from @LevanteUD.#afcb https://t.co/KnVAZ6WfMK— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 7, 2018 Fyrrum ungstirni Barcelona til ÚlfannaNýliðar Wolves festu í dag kaup á kantmanninum knáa Adama Traore en hann kemur til félagsins frá enska B-deildarliðinu Middlesbrough. Úlfarnir borga 18 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla Spánverja sem kom fyrst í enska boltann til Aston Villa en hann kom upp í gegnum unglingastarf Barcelona þar sem hann náði að leika einn aðalliðsleik, aðeins 17 ára gamall. Úlfarnir mæta með mikið breytt lið til leiks eftir að hafa unnið B-deildina á síðustu leiktíð en á meðal leikmanna sem þeir hafa fengið í sumar má nefna Joao Moutinho, Rui Patricio og Raul Jimenez.The full story as Adama Traore puts pen-to-paper on a five-year deal at Molineux. #BienvenidoAdamahttps://t.co/I5xeKsH3t6— Wolves (@Wolves) August 8, 2018
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira