Indverski sendiherrann býður þjóðinni í jóga Indverski sendiherrann ver fjörtíu mínútum á dag í öndunaræfingar og finnst Íslendingar þurfa að greiða alltof mikið til að sækja jógatíma. Sendiherrann réð því jógakennara alla le 30. janúar 2018 11:00 Starfsfólk sendiráðsins stundar jóga af miklum móð. Fréttablaðið/Anton brink Samfélag Sendiherra Indlands á Íslandi tók upp jóga eftir að forsætisráðherra heimalandsins lagði til að alþjóðlegur jógadagur yrði haldinn hátíðlegur. Hann fer ekki í gegnum daginn án þess að taka frá klukkustund í jógaæfingar. „Jóga er þúsund ára gömul iðja en við höfum aldrei hugsað um hana sem bara okkar, heldur viljum við deila henni með mannkyninu,“ segir Rajiv Kumar Naqpal, sendiherra Indlands á Íslandi, sem býður upp á ókeypis jógatíma í sendiráði Indlands við Túngötu. Hann stundar æfingarnar sjálfur daglega, en finnst jógatímar of dýrir hér á landi. „Það er mikill áhugi fyrir jóga hér á landi og mörg stúdíó sem bjóða upp á jóga en þar getur tíminn kostað tvö til þrjú þúsund krónur sem mér finnst frekar í dýrara lagi,“ segir sendiherrann. „Svo okkur datt í hug að bjóða upp á þessa þjónustu ókeypis og fá jógakennara hingað til lands. Jóga er gott fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu og okkur finnst að það ætti að vera frítt.“ Sjálfur hóf sendiherrann að stunda jóga fyrir um fjórum árum, eða eftir að forsætisráðherra Indlands óskaði eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að 21. júní yrði gerður að alþjóðlegum degi jóga. Nú gerir Naqpal jógaæfingar í klukkustund á dag og segist einbeita sér mest að önduninni. „Við gerum þetta öll í sendiráðinu. Ég ver um fjörutíu mínútum bara í öndun sem hjálpar mikið við andlega heilsu enda anda allir í heiminum. Það bætir andlega heilsu og maður finnur fyrir breytingunni að innan,“ segir hann. Jógakennarinn kom frá Indlandi til Íslands í desember og mun starfa hjá sendiráðinu í tvö ár, en eftir þann tíma stefnir Naqpal á að ráða nýjan kennara. Eins og stendur er boðið upp á fjóra tíma á dag í sendiráðshúsinu við Túngötu, og nú þegar hafa tæplega fimmtíu manns skráð sig á námskeið, þrátt fyrir að þau hafi lítið sem ekkert verið auglýst. Mætingin er þó misjöfn eftir dögum og suma daga er það lítill hópur sem æfir jóga í kjallara sendiráðsins. Naqpal kveðst þó vera búinn að skoða þann möguleika að flytja námskeiðin í stærra húsnæði ef mæting yrði meiri en húsnæðið þolir – enda yrði hann himinlifandi ef öll þjóðin myndi byrja að stunda jóga. bryndissilja@frettabladid.is Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Samfélag Sendiherra Indlands á Íslandi tók upp jóga eftir að forsætisráðherra heimalandsins lagði til að alþjóðlegur jógadagur yrði haldinn hátíðlegur. Hann fer ekki í gegnum daginn án þess að taka frá klukkustund í jógaæfingar. „Jóga er þúsund ára gömul iðja en við höfum aldrei hugsað um hana sem bara okkar, heldur viljum við deila henni með mannkyninu,“ segir Rajiv Kumar Naqpal, sendiherra Indlands á Íslandi, sem býður upp á ókeypis jógatíma í sendiráði Indlands við Túngötu. Hann stundar æfingarnar sjálfur daglega, en finnst jógatímar of dýrir hér á landi. „Það er mikill áhugi fyrir jóga hér á landi og mörg stúdíó sem bjóða upp á jóga en þar getur tíminn kostað tvö til þrjú þúsund krónur sem mér finnst frekar í dýrara lagi,“ segir sendiherrann. „Svo okkur datt í hug að bjóða upp á þessa þjónustu ókeypis og fá jógakennara hingað til lands. Jóga er gott fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu og okkur finnst að það ætti að vera frítt.“ Sjálfur hóf sendiherrann að stunda jóga fyrir um fjórum árum, eða eftir að forsætisráðherra Indlands óskaði eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að 21. júní yrði gerður að alþjóðlegum degi jóga. Nú gerir Naqpal jógaæfingar í klukkustund á dag og segist einbeita sér mest að önduninni. „Við gerum þetta öll í sendiráðinu. Ég ver um fjörutíu mínútum bara í öndun sem hjálpar mikið við andlega heilsu enda anda allir í heiminum. Það bætir andlega heilsu og maður finnur fyrir breytingunni að innan,“ segir hann. Jógakennarinn kom frá Indlandi til Íslands í desember og mun starfa hjá sendiráðinu í tvö ár, en eftir þann tíma stefnir Naqpal á að ráða nýjan kennara. Eins og stendur er boðið upp á fjóra tíma á dag í sendiráðshúsinu við Túngötu, og nú þegar hafa tæplega fimmtíu manns skráð sig á námskeið, þrátt fyrir að þau hafi lítið sem ekkert verið auglýst. Mætingin er þó misjöfn eftir dögum og suma daga er það lítill hópur sem æfir jóga í kjallara sendiráðsins. Naqpal kveðst þó vera búinn að skoða þann möguleika að flytja námskeiðin í stærra húsnæði ef mæting yrði meiri en húsnæðið þolir – enda yrði hann himinlifandi ef öll þjóðin myndi byrja að stunda jóga. bryndissilja@frettabladid.is
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira