Indverski sendiherrann býður þjóðinni í jóga Indverski sendiherrann ver fjörtíu mínútum á dag í öndunaræfingar og finnst Íslendingar þurfa að greiða alltof mikið til að sækja jógatíma. Sendiherrann réð því jógakennara alla le 30. janúar 2018 11:00 Starfsfólk sendiráðsins stundar jóga af miklum móð. Fréttablaðið/Anton brink Samfélag Sendiherra Indlands á Íslandi tók upp jóga eftir að forsætisráðherra heimalandsins lagði til að alþjóðlegur jógadagur yrði haldinn hátíðlegur. Hann fer ekki í gegnum daginn án þess að taka frá klukkustund í jógaæfingar. „Jóga er þúsund ára gömul iðja en við höfum aldrei hugsað um hana sem bara okkar, heldur viljum við deila henni með mannkyninu,“ segir Rajiv Kumar Naqpal, sendiherra Indlands á Íslandi, sem býður upp á ókeypis jógatíma í sendiráði Indlands við Túngötu. Hann stundar æfingarnar sjálfur daglega, en finnst jógatímar of dýrir hér á landi. „Það er mikill áhugi fyrir jóga hér á landi og mörg stúdíó sem bjóða upp á jóga en þar getur tíminn kostað tvö til þrjú þúsund krónur sem mér finnst frekar í dýrara lagi,“ segir sendiherrann. „Svo okkur datt í hug að bjóða upp á þessa þjónustu ókeypis og fá jógakennara hingað til lands. Jóga er gott fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu og okkur finnst að það ætti að vera frítt.“ Sjálfur hóf sendiherrann að stunda jóga fyrir um fjórum árum, eða eftir að forsætisráðherra Indlands óskaði eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að 21. júní yrði gerður að alþjóðlegum degi jóga. Nú gerir Naqpal jógaæfingar í klukkustund á dag og segist einbeita sér mest að önduninni. „Við gerum þetta öll í sendiráðinu. Ég ver um fjörutíu mínútum bara í öndun sem hjálpar mikið við andlega heilsu enda anda allir í heiminum. Það bætir andlega heilsu og maður finnur fyrir breytingunni að innan,“ segir hann. Jógakennarinn kom frá Indlandi til Íslands í desember og mun starfa hjá sendiráðinu í tvö ár, en eftir þann tíma stefnir Naqpal á að ráða nýjan kennara. Eins og stendur er boðið upp á fjóra tíma á dag í sendiráðshúsinu við Túngötu, og nú þegar hafa tæplega fimmtíu manns skráð sig á námskeið, þrátt fyrir að þau hafi lítið sem ekkert verið auglýst. Mætingin er þó misjöfn eftir dögum og suma daga er það lítill hópur sem æfir jóga í kjallara sendiráðsins. Naqpal kveðst þó vera búinn að skoða þann möguleika að flytja námskeiðin í stærra húsnæði ef mæting yrði meiri en húsnæðið þolir – enda yrði hann himinlifandi ef öll þjóðin myndi byrja að stunda jóga. bryndissilja@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Samfélag Sendiherra Indlands á Íslandi tók upp jóga eftir að forsætisráðherra heimalandsins lagði til að alþjóðlegur jógadagur yrði haldinn hátíðlegur. Hann fer ekki í gegnum daginn án þess að taka frá klukkustund í jógaæfingar. „Jóga er þúsund ára gömul iðja en við höfum aldrei hugsað um hana sem bara okkar, heldur viljum við deila henni með mannkyninu,“ segir Rajiv Kumar Naqpal, sendiherra Indlands á Íslandi, sem býður upp á ókeypis jógatíma í sendiráði Indlands við Túngötu. Hann stundar æfingarnar sjálfur daglega, en finnst jógatímar of dýrir hér á landi. „Það er mikill áhugi fyrir jóga hér á landi og mörg stúdíó sem bjóða upp á jóga en þar getur tíminn kostað tvö til þrjú þúsund krónur sem mér finnst frekar í dýrara lagi,“ segir sendiherrann. „Svo okkur datt í hug að bjóða upp á þessa þjónustu ókeypis og fá jógakennara hingað til lands. Jóga er gott fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu og okkur finnst að það ætti að vera frítt.“ Sjálfur hóf sendiherrann að stunda jóga fyrir um fjórum árum, eða eftir að forsætisráðherra Indlands óskaði eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að 21. júní yrði gerður að alþjóðlegum degi jóga. Nú gerir Naqpal jógaæfingar í klukkustund á dag og segist einbeita sér mest að önduninni. „Við gerum þetta öll í sendiráðinu. Ég ver um fjörutíu mínútum bara í öndun sem hjálpar mikið við andlega heilsu enda anda allir í heiminum. Það bætir andlega heilsu og maður finnur fyrir breytingunni að innan,“ segir hann. Jógakennarinn kom frá Indlandi til Íslands í desember og mun starfa hjá sendiráðinu í tvö ár, en eftir þann tíma stefnir Naqpal á að ráða nýjan kennara. Eins og stendur er boðið upp á fjóra tíma á dag í sendiráðshúsinu við Túngötu, og nú þegar hafa tæplega fimmtíu manns skráð sig á námskeið, þrátt fyrir að þau hafi lítið sem ekkert verið auglýst. Mætingin er þó misjöfn eftir dögum og suma daga er það lítill hópur sem æfir jóga í kjallara sendiráðsins. Naqpal kveðst þó vera búinn að skoða þann möguleika að flytja námskeiðin í stærra húsnæði ef mæting yrði meiri en húsnæðið þolir – enda yrði hann himinlifandi ef öll þjóðin myndi byrja að stunda jóga. bryndissilja@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira