Indverski sendiherrann býður þjóðinni í jóga Indverski sendiherrann ver fjörtíu mínútum á dag í öndunaræfingar og finnst Íslendingar þurfa að greiða alltof mikið til að sækja jógatíma. Sendiherrann réð því jógakennara alla le 30. janúar 2018 11:00 Starfsfólk sendiráðsins stundar jóga af miklum móð. Fréttablaðið/Anton brink Samfélag Sendiherra Indlands á Íslandi tók upp jóga eftir að forsætisráðherra heimalandsins lagði til að alþjóðlegur jógadagur yrði haldinn hátíðlegur. Hann fer ekki í gegnum daginn án þess að taka frá klukkustund í jógaæfingar. „Jóga er þúsund ára gömul iðja en við höfum aldrei hugsað um hana sem bara okkar, heldur viljum við deila henni með mannkyninu,“ segir Rajiv Kumar Naqpal, sendiherra Indlands á Íslandi, sem býður upp á ókeypis jógatíma í sendiráði Indlands við Túngötu. Hann stundar æfingarnar sjálfur daglega, en finnst jógatímar of dýrir hér á landi. „Það er mikill áhugi fyrir jóga hér á landi og mörg stúdíó sem bjóða upp á jóga en þar getur tíminn kostað tvö til þrjú þúsund krónur sem mér finnst frekar í dýrara lagi,“ segir sendiherrann. „Svo okkur datt í hug að bjóða upp á þessa þjónustu ókeypis og fá jógakennara hingað til lands. Jóga er gott fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu og okkur finnst að það ætti að vera frítt.“ Sjálfur hóf sendiherrann að stunda jóga fyrir um fjórum árum, eða eftir að forsætisráðherra Indlands óskaði eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að 21. júní yrði gerður að alþjóðlegum degi jóga. Nú gerir Naqpal jógaæfingar í klukkustund á dag og segist einbeita sér mest að önduninni. „Við gerum þetta öll í sendiráðinu. Ég ver um fjörutíu mínútum bara í öndun sem hjálpar mikið við andlega heilsu enda anda allir í heiminum. Það bætir andlega heilsu og maður finnur fyrir breytingunni að innan,“ segir hann. Jógakennarinn kom frá Indlandi til Íslands í desember og mun starfa hjá sendiráðinu í tvö ár, en eftir þann tíma stefnir Naqpal á að ráða nýjan kennara. Eins og stendur er boðið upp á fjóra tíma á dag í sendiráðshúsinu við Túngötu, og nú þegar hafa tæplega fimmtíu manns skráð sig á námskeið, þrátt fyrir að þau hafi lítið sem ekkert verið auglýst. Mætingin er þó misjöfn eftir dögum og suma daga er það lítill hópur sem æfir jóga í kjallara sendiráðsins. Naqpal kveðst þó vera búinn að skoða þann möguleika að flytja námskeiðin í stærra húsnæði ef mæting yrði meiri en húsnæðið þolir – enda yrði hann himinlifandi ef öll þjóðin myndi byrja að stunda jóga. bryndissilja@frettabladid.is Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Samfélag Sendiherra Indlands á Íslandi tók upp jóga eftir að forsætisráðherra heimalandsins lagði til að alþjóðlegur jógadagur yrði haldinn hátíðlegur. Hann fer ekki í gegnum daginn án þess að taka frá klukkustund í jógaæfingar. „Jóga er þúsund ára gömul iðja en við höfum aldrei hugsað um hana sem bara okkar, heldur viljum við deila henni með mannkyninu,“ segir Rajiv Kumar Naqpal, sendiherra Indlands á Íslandi, sem býður upp á ókeypis jógatíma í sendiráði Indlands við Túngötu. Hann stundar æfingarnar sjálfur daglega, en finnst jógatímar of dýrir hér á landi. „Það er mikill áhugi fyrir jóga hér á landi og mörg stúdíó sem bjóða upp á jóga en þar getur tíminn kostað tvö til þrjú þúsund krónur sem mér finnst frekar í dýrara lagi,“ segir sendiherrann. „Svo okkur datt í hug að bjóða upp á þessa þjónustu ókeypis og fá jógakennara hingað til lands. Jóga er gott fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu og okkur finnst að það ætti að vera frítt.“ Sjálfur hóf sendiherrann að stunda jóga fyrir um fjórum árum, eða eftir að forsætisráðherra Indlands óskaði eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að 21. júní yrði gerður að alþjóðlegum degi jóga. Nú gerir Naqpal jógaæfingar í klukkustund á dag og segist einbeita sér mest að önduninni. „Við gerum þetta öll í sendiráðinu. Ég ver um fjörutíu mínútum bara í öndun sem hjálpar mikið við andlega heilsu enda anda allir í heiminum. Það bætir andlega heilsu og maður finnur fyrir breytingunni að innan,“ segir hann. Jógakennarinn kom frá Indlandi til Íslands í desember og mun starfa hjá sendiráðinu í tvö ár, en eftir þann tíma stefnir Naqpal á að ráða nýjan kennara. Eins og stendur er boðið upp á fjóra tíma á dag í sendiráðshúsinu við Túngötu, og nú þegar hafa tæplega fimmtíu manns skráð sig á námskeið, þrátt fyrir að þau hafi lítið sem ekkert verið auglýst. Mætingin er þó misjöfn eftir dögum og suma daga er það lítill hópur sem æfir jóga í kjallara sendiráðsins. Naqpal kveðst þó vera búinn að skoða þann möguleika að flytja námskeiðin í stærra húsnæði ef mæting yrði meiri en húsnæðið þolir – enda yrði hann himinlifandi ef öll þjóðin myndi byrja að stunda jóga. bryndissilja@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira