Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir tekjur Helguvíkurhafnar ekki hafa verið eins og ætlað var í upphafi. Fréttablaðið/Ernir Reykjanesbær áætlar að Reykjaneshöfn geti staðið undir skuldum sínum án þess að fá meðgjöf frá bænum eftir fjögur ár. Inni í þeim forsendum er að bæði kísilver Thorsil og Stakksbergs, áður United Silicon, verði komin í rekstur í Helguvík og greiði gjöld til hafnarinnar. Reykjanesbær hefur á þessu ári tekið lóðir hafnarinnar í Helguvík upp í skuldir en Reykjaneshöfn hefur skuldað sveitarfélaginu háar fjárhæðir síðustu ár. Einnig hefur bærinn aðstoðað við endurfjármögnun lána í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga. „Á þessu ári þurfum við að leggja út um 200 milljónir til hafnarinnar. Svo, smátt og smátt á næstu fjórum árum mun það meðlag fjara út og eftir þann tíma getur höfnin staðið á eigin fótum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Þetta er miðað við þær áætlanir að uppbygging stóriðju gangi eftir í Helguvík.“ Kjartan Már bendir á að síðustu ár hafi verið erfið í rekstri hafnarinnar þar sem tekjur urðu ekki í samræmi við það sem var lagt upp með í upphafi. Til að mynda hefur Reykjaneshöfn gert kröfu í þrotabú United Silicon um vangoldna lóðaleigu upp á um 162 milljónir. Einnig stendur í ársreikningi Reykjanesbæjar að samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar hafi tap hafnarinnar numið 655 milljónum króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 6,2 milljarða og eiginfjárhlutfallið neikvætt um sem nemur 213 prósentum. Þegar Kjartan Már er spurður að því hvort það sé ekki nokkuð bjartsýnt að gera ráð fyrir tveimur kísilverum starfandi á næstu fjórum árum segir hann þetta geta gengið. „En ef þessi fyrirtæki verða ekki komin í rekstur þá er staðan verri en við erum að tala um núna, en hún gæti hins vegar vel verið ásættanleg. Við vonum að við verðum komnir undir skuldaviðmiðið eftir fjögur ár,“ bætir bæjarstjórinn við. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Reykjanesbær áætlar að Reykjaneshöfn geti staðið undir skuldum sínum án þess að fá meðgjöf frá bænum eftir fjögur ár. Inni í þeim forsendum er að bæði kísilver Thorsil og Stakksbergs, áður United Silicon, verði komin í rekstur í Helguvík og greiði gjöld til hafnarinnar. Reykjanesbær hefur á þessu ári tekið lóðir hafnarinnar í Helguvík upp í skuldir en Reykjaneshöfn hefur skuldað sveitarfélaginu háar fjárhæðir síðustu ár. Einnig hefur bærinn aðstoðað við endurfjármögnun lána í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga. „Á þessu ári þurfum við að leggja út um 200 milljónir til hafnarinnar. Svo, smátt og smátt á næstu fjórum árum mun það meðlag fjara út og eftir þann tíma getur höfnin staðið á eigin fótum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Þetta er miðað við þær áætlanir að uppbygging stóriðju gangi eftir í Helguvík.“ Kjartan Már bendir á að síðustu ár hafi verið erfið í rekstri hafnarinnar þar sem tekjur urðu ekki í samræmi við það sem var lagt upp með í upphafi. Til að mynda hefur Reykjaneshöfn gert kröfu í þrotabú United Silicon um vangoldna lóðaleigu upp á um 162 milljónir. Einnig stendur í ársreikningi Reykjanesbæjar að samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar hafi tap hafnarinnar numið 655 milljónum króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 6,2 milljarða og eiginfjárhlutfallið neikvætt um sem nemur 213 prósentum. Þegar Kjartan Már er spurður að því hvort það sé ekki nokkuð bjartsýnt að gera ráð fyrir tveimur kísilverum starfandi á næstu fjórum árum segir hann þetta geta gengið. „En ef þessi fyrirtæki verða ekki komin í rekstur þá er staðan verri en við erum að tala um núna, en hún gæti hins vegar vel verið ásættanleg. Við vonum að við verðum komnir undir skuldaviðmiðið eftir fjögur ár,“ bætir bæjarstjórinn við.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira