Flugfélagið þvertekur fyrir að brottvísun íslensks pars hafi byggst á fordómum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 19:02 James og Hafsteinn voru fullir niðurlægingar og vantrausts eftir atvikið. Flugfélagið Southwest Airlines hefur svarað ásökunum íslensks samkynhneigðs pars sem vísað var frá borði í desember síðastliðnum. Talsmaður flugfélagsins segir ásakanirnar tilhæfulausar og að brottvísunin hafi síður en svo einkennst af fordómum í garð samkynhneigðra. Sagði hann að mönnunum hafi öllu heldur verið vísað frá borði vegna slæmrar hegðunar annars þeirra og hugsanlegrar ölvunar. Forsaga málsins er sú að parið Hafsteinn Himinljómi Regínuson og James McDaniel voru á ferðalagi frá Íslandi til Alabama-ríkis. Er þeir voru nýsestir um borð í flugvél sem átti að ferja þá frá Washington DC til Alabama ráku lögregluþjónar þá frá borði. Hafsteinn og James ræddu atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 29. desember síðastliðinn og sögðust þeir telja að fordómar í garð samkynhneigðra væru ástæða aðgerðanna.Í samtali við vefmiðilinn GayIceland lýsti James því að þeir Hafsteinn hefðu um borð í flugvélinni látið vel að hvorum öðrum, líkt og venjuleg pör gera, og teldi að þeim hafi verið gert að yfirgefa flugvélina vegna þess. „Helsti munurinn á okkur og hinum farþegum flugvélarinnar er sá að við erum opinberlega samkynhneigðir,“ sagði James og bætti við að þeir hafi alls ekki farið yfir almenn velsæmismörk í vélinni, heldur látið vel að hvor öðrum líkt og þeir væru vanir í „frjálsum“ löndum á borð við Ísland.Flugfélagið segir Hafstein hafa hegðað sér illa og sýnt merki ölvunarVefmiðillinn Gay Star News fjallaði um atvikið á dögunum en í kjölfarið svaraði flugfélagið ásökunum þeirra Hafsteins og James. „Samkvæmt skýrslum höfðu áhafnarmeðlimir, auk nokkurra farþega, viðrað áhyggjur sínar af hegðun ákveðins farþega skömmu fyrir flugtak,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins en farþeginn sem um ræðir er Hafsteinn. Í tilkynningunni segir jafnframt að Hafsteinn hafi að mati starfsfólks virst ölvaður. „Flugvallarstarfsmenn fylgdu verkferlum og báðu farþegann um að yfirgefa vélina vegna óláta sem virtust til komin vegna drykkju. Hélt þessi hegðun áfram eftir að farþeginn hafði yfirgefið flugvélina. Í varnaðarskyni voru lögregluþjónar kallaðir til og voru þeir viðbúnaðir við hliðið meðan starfsmenn okkar ræddu við farþegann.“ Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að bandarískum flugfélögum beri að fylgja reglum sem óheimila flutning á fólki sem virðist ölvað. „Af einskærri góðmennsku ákváðum við að heimila farþeganum og félaga hans að bóka sig í flug næsta dag en þeir höfnuðu því tilboði. Við höfum einnig endurgreitt þeim farmiðana. Þá ber að lokum að geta þess að samkvæmt skýrslum bendir ekkert til þess að atvikið hafa falið í sér nokkurs konar mismunun,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins og er þar tekið fram að Southwest Airlines styðji hinar ótal myndir fjölbreytileika mannfólksins.„Fengum okkur bara nokkra bjóra með matnum“James McDaniel svaraði í kjölfarið yfirlýsingu flugfélagsins í samtali við Gay Star News. „Við fengum okkur nokkra bjóra með matnum í Baltimore, en ekkert utan marka. Þeir [starfsfólk flugfélagsins] sökuðu okkur aldrei um ölvun, hvorki um borð í vélinni eða þegar við vorum komnir frá borði,“ fullyrti hann. James sagði að þeir Hafsteinn hefðu hafnað tilboði flugfélagsins um að fljúga með þeim næsta dag eftir að hafa upplifað niðurlæginguna sem brottvísunin hafði í för með sér. „Við upplifðum okkur svo fulla vantrausts og niðurlægingar að við treystum okkur ekki til þess að fljúga með þeim,“ sagði James og bætti við að hann væri að heyra um endurgreiðsluna í fyrsta skipti núna. Hafsteinn og James enduðu með því að taka lest alla leið frá Washington DC og til Alabama. Þeir töfðust um fjóra daga og misstu af jólaboði með stórfjölskyldu McDaniels. „Í hreinskilni sagt vildi ég óska þess að við hefðum verið nógu forsjálir til þess að taka atvikið upp,“ sagði James en þeir Hafsteinn hyggjast leita til lögfræðinga vegna málsins. Tengdar fréttir Íslensku pari hótað handtöku á flugvelli Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Flugfélagið Southwest Airlines hefur svarað ásökunum íslensks samkynhneigðs pars sem vísað var frá borði í desember síðastliðnum. Talsmaður flugfélagsins segir ásakanirnar tilhæfulausar og að brottvísunin hafi síður en svo einkennst af fordómum í garð samkynhneigðra. Sagði hann að mönnunum hafi öllu heldur verið vísað frá borði vegna slæmrar hegðunar annars þeirra og hugsanlegrar ölvunar. Forsaga málsins er sú að parið Hafsteinn Himinljómi Regínuson og James McDaniel voru á ferðalagi frá Íslandi til Alabama-ríkis. Er þeir voru nýsestir um borð í flugvél sem átti að ferja þá frá Washington DC til Alabama ráku lögregluþjónar þá frá borði. Hafsteinn og James ræddu atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 29. desember síðastliðinn og sögðust þeir telja að fordómar í garð samkynhneigðra væru ástæða aðgerðanna.Í samtali við vefmiðilinn GayIceland lýsti James því að þeir Hafsteinn hefðu um borð í flugvélinni látið vel að hvorum öðrum, líkt og venjuleg pör gera, og teldi að þeim hafi verið gert að yfirgefa flugvélina vegna þess. „Helsti munurinn á okkur og hinum farþegum flugvélarinnar er sá að við erum opinberlega samkynhneigðir,“ sagði James og bætti við að þeir hafi alls ekki farið yfir almenn velsæmismörk í vélinni, heldur látið vel að hvor öðrum líkt og þeir væru vanir í „frjálsum“ löndum á borð við Ísland.Flugfélagið segir Hafstein hafa hegðað sér illa og sýnt merki ölvunarVefmiðillinn Gay Star News fjallaði um atvikið á dögunum en í kjölfarið svaraði flugfélagið ásökunum þeirra Hafsteins og James. „Samkvæmt skýrslum höfðu áhafnarmeðlimir, auk nokkurra farþega, viðrað áhyggjur sínar af hegðun ákveðins farþega skömmu fyrir flugtak,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins en farþeginn sem um ræðir er Hafsteinn. Í tilkynningunni segir jafnframt að Hafsteinn hafi að mati starfsfólks virst ölvaður. „Flugvallarstarfsmenn fylgdu verkferlum og báðu farþegann um að yfirgefa vélina vegna óláta sem virtust til komin vegna drykkju. Hélt þessi hegðun áfram eftir að farþeginn hafði yfirgefið flugvélina. Í varnaðarskyni voru lögregluþjónar kallaðir til og voru þeir viðbúnaðir við hliðið meðan starfsmenn okkar ræddu við farþegann.“ Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að bandarískum flugfélögum beri að fylgja reglum sem óheimila flutning á fólki sem virðist ölvað. „Af einskærri góðmennsku ákváðum við að heimila farþeganum og félaga hans að bóka sig í flug næsta dag en þeir höfnuðu því tilboði. Við höfum einnig endurgreitt þeim farmiðana. Þá ber að lokum að geta þess að samkvæmt skýrslum bendir ekkert til þess að atvikið hafa falið í sér nokkurs konar mismunun,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins og er þar tekið fram að Southwest Airlines styðji hinar ótal myndir fjölbreytileika mannfólksins.„Fengum okkur bara nokkra bjóra með matnum“James McDaniel svaraði í kjölfarið yfirlýsingu flugfélagsins í samtali við Gay Star News. „Við fengum okkur nokkra bjóra með matnum í Baltimore, en ekkert utan marka. Þeir [starfsfólk flugfélagsins] sökuðu okkur aldrei um ölvun, hvorki um borð í vélinni eða þegar við vorum komnir frá borði,“ fullyrti hann. James sagði að þeir Hafsteinn hefðu hafnað tilboði flugfélagsins um að fljúga með þeim næsta dag eftir að hafa upplifað niðurlæginguna sem brottvísunin hafði í för með sér. „Við upplifðum okkur svo fulla vantrausts og niðurlægingar að við treystum okkur ekki til þess að fljúga með þeim,“ sagði James og bætti við að hann væri að heyra um endurgreiðsluna í fyrsta skipti núna. Hafsteinn og James enduðu með því að taka lest alla leið frá Washington DC og til Alabama. Þeir töfðust um fjóra daga og misstu af jólaboði með stórfjölskyldu McDaniels. „Í hreinskilni sagt vildi ég óska þess að við hefðum verið nógu forsjálir til þess að taka atvikið upp,“ sagði James en þeir Hafsteinn hyggjast leita til lögfræðinga vegna málsins.
Tengdar fréttir Íslensku pari hótað handtöku á flugvelli Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Íslensku pari hótað handtöku á flugvelli Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. 29. desember 2017 06:00