Fundu 40 þúsund ára gamalt folald í freðmýrinni í Rússlandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2018 21:00 Ekki er óalgengt að finna árþúsundagamla steingervinga í jörðu niðri í Jakútsk héraði í austurhluta Rússlands. Vísindamenn gerðu merka uppgötvun fyrr í mánuðinum þegar þeir grófu upp folald úr freðmýrinni í héraðinu. Fundurinn þykir einstakur þar sem dýrið þykir mjög vel varðveitt og hefur líklega verið varðveitt í 30 til 40 þúsund ár. „Þetta er einstakt þar sem það hefur varðveist án nokkurra sjáanlegra áverka,“ segir Semyon Grigoryev forstöðumaður Mammútasafnsins í Jakútsk. „Líffæri dýrsins eru ekki einungis heilleg heldur feldurinn líka sem er afar sjaldgæft hjá svo fornum skepnum.“Steingervingar víða í Jakútsk Líkt og áður segir eru steingervingafundir algengir í Jakútsk. Jarðneskar leyfar fjölda loðfíla hafa fundist á svæðinu en íbúar finna sér ýmis not fyrir afurðir þeirra fornu skepna sem koma reglulega úr jörðu í Jakútsk. Jakútskbúinn Vladimir Ammosov hefur sankað að sér Loðfílahári héðan og þaðan og hefur nú fengið aðstoð við að prjóna húfu að hefðbundnum jakútskum stíl en þær eru gjarnan úr hrossahárum.Vladimir Ammosov með loðfílshúfuna góðu.Mynd/skjáskot„Ég hafði upp á gamalli konu sem býr til hatta úr hrossahári og fékk hana til verksins,“ segir Ammosov „Hún prjónaði húfuna en kvartaði yfir því hve stutt hárin voru.“ Talið er að mammútar urðu útdauðir fyrir um tíu þúsund árum síðan sem þýðir að húfa Ammosov gæti verið sú elsta sem vitað er um eða í það minnsta úr elstu ullinni. Nágrannar og vinir Ammosov sýndu gripnum lítinn áhuga en eftir að hann byrjaði að birta myndir af húfunni á samfélagsmiðlum vonast hann til að geta selt hana á tíu þúsund Bandaríkjadali, eða eina milljón íslenskra króna. „Þetta fór allt á flug eftir að ég setti myndir af henni á Instagram og WhatsApp,“ segir hann, „Fyrir það sagði ég vinum mínum frá þessu en enginn þeirra var spenntur fyrir húfunni.“ Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Ekki er óalgengt að finna árþúsundagamla steingervinga í jörðu niðri í Jakútsk héraði í austurhluta Rússlands. Vísindamenn gerðu merka uppgötvun fyrr í mánuðinum þegar þeir grófu upp folald úr freðmýrinni í héraðinu. Fundurinn þykir einstakur þar sem dýrið þykir mjög vel varðveitt og hefur líklega verið varðveitt í 30 til 40 þúsund ár. „Þetta er einstakt þar sem það hefur varðveist án nokkurra sjáanlegra áverka,“ segir Semyon Grigoryev forstöðumaður Mammútasafnsins í Jakútsk. „Líffæri dýrsins eru ekki einungis heilleg heldur feldurinn líka sem er afar sjaldgæft hjá svo fornum skepnum.“Steingervingar víða í Jakútsk Líkt og áður segir eru steingervingafundir algengir í Jakútsk. Jarðneskar leyfar fjölda loðfíla hafa fundist á svæðinu en íbúar finna sér ýmis not fyrir afurðir þeirra fornu skepna sem koma reglulega úr jörðu í Jakútsk. Jakútskbúinn Vladimir Ammosov hefur sankað að sér Loðfílahári héðan og þaðan og hefur nú fengið aðstoð við að prjóna húfu að hefðbundnum jakútskum stíl en þær eru gjarnan úr hrossahárum.Vladimir Ammosov með loðfílshúfuna góðu.Mynd/skjáskot„Ég hafði upp á gamalli konu sem býr til hatta úr hrossahári og fékk hana til verksins,“ segir Ammosov „Hún prjónaði húfuna en kvartaði yfir því hve stutt hárin voru.“ Talið er að mammútar urðu útdauðir fyrir um tíu þúsund árum síðan sem þýðir að húfa Ammosov gæti verið sú elsta sem vitað er um eða í það minnsta úr elstu ullinni. Nágrannar og vinir Ammosov sýndu gripnum lítinn áhuga en eftir að hann byrjaði að birta myndir af húfunni á samfélagsmiðlum vonast hann til að geta selt hana á tíu þúsund Bandaríkjadali, eða eina milljón íslenskra króna. „Þetta fór allt á flug eftir að ég setti myndir af henni á Instagram og WhatsApp,“ segir hann, „Fyrir það sagði ég vinum mínum frá þessu en enginn þeirra var spenntur fyrir húfunni.“
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira