Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar. Ríkisstjórnin veit að hún á óuppgerð mál við kjósendur. Reyndar telja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sig ekki eiga neitt óuppgert við kjósendur þegar kemur að veiðigjöldunum, lág veiðigjöld á núverandi formi er þeirra meðvitaða stefna og vilja þeir helst engu breyta frá núverandi fyrirkomulagi. Vinstri græn töluðu aftur á móti fjálglega fyrir kosningar fyrir hækkun veiðigjalda. Efndirnar eru lækkun gjaldanna.Skattaspor heimilanna Hugtakið „skattaspor“ er óspart notað af útgerðinni og málsvörum hennar og á að vera einhvers konar réttlæting á því að útgerðinni er ekki gert að greiða sams konar veiðigjald til þjóðarinnar og hún greiðir fyrir öll önnur aðföng þ.m.t. olíu til olíufélaganna og veiðarfæri til veiðarfærasalanna. Þjóðin á aftur á móti að þurfa að sætta sig við að notkunargjald fiskimiðanna sé ákvarðað á Alþingi. Þegar útgerðin og málsvarar útgerðanna tala um „skattaspor“ þá eru talin upp þau opinberu gjöld sem útgerðirnar greiða sem er að mestu leyti skattar og gjöld sem öll fyrirtæki á Íslandi greiða hvort sem er, útgerðir sem og önnur fyrirtæki. En „skattaspor“ má skoða með ýmsu móti. Þannig má til sanns vegar færa að „skattaspor“ hjóna með tvö börn á skólaaldri sé hlutfallslega stærra heldur en „skattaspor“ sjávarútvegsins. Hjónin þurfa að greiða beina skatta af launum sínum auk óbeinna skatta af öllum keyptum vörum til heimilisins til að fæða og klæða börn sín og sig sjálf. Hlutfallslegur kostnaður þeirra af opinberum gjöldum er síst minni heldur en sá kostnaður sem sjávarútvegurinn greiðir hinu opinbera. Vegna umfangs sjávarútvegsins nema greiðslur útgerðarinnar háum fjárhæðum. Málsvarar útgerðanna sjá svo um að tíunda þetta reglulega eins og að hér sé um einhvers konar ölmusu að ræða sem sjávarútvegurinn af góðsemi einni saman greiðir í ríkissjóð en ekki greiðsla sem þeim ber að inna af hendi nákvæmlega eins og hjónum með tvö börn er gert að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar. Ríkisstjórnin veit að hún á óuppgerð mál við kjósendur. Reyndar telja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sig ekki eiga neitt óuppgert við kjósendur þegar kemur að veiðigjöldunum, lág veiðigjöld á núverandi formi er þeirra meðvitaða stefna og vilja þeir helst engu breyta frá núverandi fyrirkomulagi. Vinstri græn töluðu aftur á móti fjálglega fyrir kosningar fyrir hækkun veiðigjalda. Efndirnar eru lækkun gjaldanna.Skattaspor heimilanna Hugtakið „skattaspor“ er óspart notað af útgerðinni og málsvörum hennar og á að vera einhvers konar réttlæting á því að útgerðinni er ekki gert að greiða sams konar veiðigjald til þjóðarinnar og hún greiðir fyrir öll önnur aðföng þ.m.t. olíu til olíufélaganna og veiðarfæri til veiðarfærasalanna. Þjóðin á aftur á móti að þurfa að sætta sig við að notkunargjald fiskimiðanna sé ákvarðað á Alþingi. Þegar útgerðin og málsvarar útgerðanna tala um „skattaspor“ þá eru talin upp þau opinberu gjöld sem útgerðirnar greiða sem er að mestu leyti skattar og gjöld sem öll fyrirtæki á Íslandi greiða hvort sem er, útgerðir sem og önnur fyrirtæki. En „skattaspor“ má skoða með ýmsu móti. Þannig má til sanns vegar færa að „skattaspor“ hjóna með tvö börn á skólaaldri sé hlutfallslega stærra heldur en „skattaspor“ sjávarútvegsins. Hjónin þurfa að greiða beina skatta af launum sínum auk óbeinna skatta af öllum keyptum vörum til heimilisins til að fæða og klæða börn sín og sig sjálf. Hlutfallslegur kostnaður þeirra af opinberum gjöldum er síst minni heldur en sá kostnaður sem sjávarútvegurinn greiðir hinu opinbera. Vegna umfangs sjávarútvegsins nema greiðslur útgerðarinnar háum fjárhæðum. Málsvarar útgerðanna sjá svo um að tíunda þetta reglulega eins og að hér sé um einhvers konar ölmusu að ræða sem sjávarútvegurinn af góðsemi einni saman greiðir í ríkissjóð en ekki greiðsla sem þeim ber að inna af hendi nákvæmlega eins og hjónum með tvö börn er gert að gera.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar