Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar. Ríkisstjórnin veit að hún á óuppgerð mál við kjósendur. Reyndar telja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sig ekki eiga neitt óuppgert við kjósendur þegar kemur að veiðigjöldunum, lág veiðigjöld á núverandi formi er þeirra meðvitaða stefna og vilja þeir helst engu breyta frá núverandi fyrirkomulagi. Vinstri græn töluðu aftur á móti fjálglega fyrir kosningar fyrir hækkun veiðigjalda. Efndirnar eru lækkun gjaldanna.Skattaspor heimilanna Hugtakið „skattaspor“ er óspart notað af útgerðinni og málsvörum hennar og á að vera einhvers konar réttlæting á því að útgerðinni er ekki gert að greiða sams konar veiðigjald til þjóðarinnar og hún greiðir fyrir öll önnur aðföng þ.m.t. olíu til olíufélaganna og veiðarfæri til veiðarfærasalanna. Þjóðin á aftur á móti að þurfa að sætta sig við að notkunargjald fiskimiðanna sé ákvarðað á Alþingi. Þegar útgerðin og málsvarar útgerðanna tala um „skattaspor“ þá eru talin upp þau opinberu gjöld sem útgerðirnar greiða sem er að mestu leyti skattar og gjöld sem öll fyrirtæki á Íslandi greiða hvort sem er, útgerðir sem og önnur fyrirtæki. En „skattaspor“ má skoða með ýmsu móti. Þannig má til sanns vegar færa að „skattaspor“ hjóna með tvö börn á skólaaldri sé hlutfallslega stærra heldur en „skattaspor“ sjávarútvegsins. Hjónin þurfa að greiða beina skatta af launum sínum auk óbeinna skatta af öllum keyptum vörum til heimilisins til að fæða og klæða börn sín og sig sjálf. Hlutfallslegur kostnaður þeirra af opinberum gjöldum er síst minni heldur en sá kostnaður sem sjávarútvegurinn greiðir hinu opinbera. Vegna umfangs sjávarútvegsins nema greiðslur útgerðarinnar háum fjárhæðum. Málsvarar útgerðanna sjá svo um að tíunda þetta reglulega eins og að hér sé um einhvers konar ölmusu að ræða sem sjávarútvegurinn af góðsemi einni saman greiðir í ríkissjóð en ekki greiðsla sem þeim ber að inna af hendi nákvæmlega eins og hjónum með tvö börn er gert að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Sjávarútvegur Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar. Ríkisstjórnin veit að hún á óuppgerð mál við kjósendur. Reyndar telja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sig ekki eiga neitt óuppgert við kjósendur þegar kemur að veiðigjöldunum, lág veiðigjöld á núverandi formi er þeirra meðvitaða stefna og vilja þeir helst engu breyta frá núverandi fyrirkomulagi. Vinstri græn töluðu aftur á móti fjálglega fyrir kosningar fyrir hækkun veiðigjalda. Efndirnar eru lækkun gjaldanna.Skattaspor heimilanna Hugtakið „skattaspor“ er óspart notað af útgerðinni og málsvörum hennar og á að vera einhvers konar réttlæting á því að útgerðinni er ekki gert að greiða sams konar veiðigjald til þjóðarinnar og hún greiðir fyrir öll önnur aðföng þ.m.t. olíu til olíufélaganna og veiðarfæri til veiðarfærasalanna. Þjóðin á aftur á móti að þurfa að sætta sig við að notkunargjald fiskimiðanna sé ákvarðað á Alþingi. Þegar útgerðin og málsvarar útgerðanna tala um „skattaspor“ þá eru talin upp þau opinberu gjöld sem útgerðirnar greiða sem er að mestu leyti skattar og gjöld sem öll fyrirtæki á Íslandi greiða hvort sem er, útgerðir sem og önnur fyrirtæki. En „skattaspor“ má skoða með ýmsu móti. Þannig má til sanns vegar færa að „skattaspor“ hjóna með tvö börn á skólaaldri sé hlutfallslega stærra heldur en „skattaspor“ sjávarútvegsins. Hjónin þurfa að greiða beina skatta af launum sínum auk óbeinna skatta af öllum keyptum vörum til heimilisins til að fæða og klæða börn sín og sig sjálf. Hlutfallslegur kostnaður þeirra af opinberum gjöldum er síst minni heldur en sá kostnaður sem sjávarútvegurinn greiðir hinu opinbera. Vegna umfangs sjávarútvegsins nema greiðslur útgerðarinnar háum fjárhæðum. Málsvarar útgerðanna sjá svo um að tíunda þetta reglulega eins og að hér sé um einhvers konar ölmusu að ræða sem sjávarútvegurinn af góðsemi einni saman greiðir í ríkissjóð en ekki greiðsla sem þeim ber að inna af hendi nákvæmlega eins og hjónum með tvö börn er gert að gera.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar