Lífið

Rúrik nýtur lífsins í Ríó með brasilískri fyrirsætu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rúrik og Nathalia Soliani njóta lífsins saman í Brasilíu. Myndin til hægri, sem Rúrik sjálfur líkaði við, er fengin af Instagram-reikningi Nathaliu.
Rúrik og Nathalia Soliani njóta lífsins saman í Brasilíu. Myndin til hægri, sem Rúrik sjálfur líkaði við, er fengin af Instagram-reikningi Nathaliu. Mynd/Samsett

Knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason nýtur lífsins í Brasilíu um þessar mundir ef marka má færslur hans á Instagram. Hann er ekki einn í fríinu en með honum er brasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani.

Skjáskot af Instagram-reikningi Rúriks, þar sem hann deilir myndbandi Soliani úr þyrlunni. Instagram/@rurikgislason

Rúrik deildi í dag myndskeiðum í svokölluðu „story“ á Instagram-reikningi sínum. Þar kennir ýmissa grasa en Rúrik sést þar gæða sér á girnilegum mat og sóla sig á ströndinni. Þá skellti hann sér einnig í útsýnisferð á þyrlu og virti fyrir sér eitt helsta kennileiti brasilísku borgarinnar Ríó de Janeiro, Kristsstyttuna frægu.

Sjá einnig: Rúrik segir erfitt á þessum tímapunkti að finna sér konu

Brasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani fylgir Rúrik á ferðalaginu en hann deildi sjálfur myndskeiði sem hún tók um borð í þyrlunni. Vel virðist fara á með skötuhjúunum í sólinni en eðli sambands þeirra er fréttastofu þó ekki ljóst.

Samkvæmt Instagram-reikningi Soliani er hún á mála hjá fyrirsætuskrifstofunni IMG Models. Hún nýtur nokkurra vinsælda á miðlinum og státar af yfir 20 þúsund fylgjendum.

Það er þó ívið minna en Rúrik sem, eins og frægt er orðið, aflaði sér yfir milljón fylgjenda á Instagram eftir þátttöku Íslands á heimsmeistarmótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar.

 
 
 
View this post on Instagram
Holidays
A post shared by Nathalia Soliani (@nathaliasoliani_) on

Hér að neðan má svo sjá fleiri skjáskot úr Instagram-story Rúriks.

Rúrik við það að stíga inn í þyrluna. Instagram/@rurikgislason
Veðrið lék við Rúrik og samferðakonu hans. Instagram/@Rurikgislason

Tengdar fréttir

Rúrik Gíslason sætari en sykur í nýju dagatali

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, situr fyrir í nýjasta dagatali þýska súkkulaðiframleiðandans Lambertz, en fyrirtækið setur mikinn metnað í sitt árlega dagatal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.