Lífið

Rúrik nýtur lífsins í Ríó með brasilískri fyrirsætu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rúrik og Nathalia Soliani njóta lífsins saman í Brasilíu. Myndin til hægri, sem Rúrik sjálfur líkaði við, er fengin af Instagram-reikningi Nathaliu.
Rúrik og Nathalia Soliani njóta lífsins saman í Brasilíu. Myndin til hægri, sem Rúrik sjálfur líkaði við, er fengin af Instagram-reikningi Nathaliu. Mynd/Samsett
Knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason nýtur lífsins í Brasilíu um þessar mundir ef marka má færslur hans á Instagram. Hann er ekki einn í fríinu en með honum er brasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani.

Skjáskot af Instagram-reikningi Rúriks, þar sem hann deilir myndbandi Soliani úr þyrlunni.Instagram/@rurikgislason
Rúrik deildi í dag myndskeiðum í svokölluðu „story“ á Instagram-reikningi sínum. Þar kennir ýmissa grasa en Rúrik sést þar gæða sér á girnilegum mat og sóla sig á ströndinni. Þá skellti hann sér einnig í útsýnisferð á þyrlu og virti fyrir sér eitt helsta kennileiti brasilísku borgarinnar Ríó de Janeiro, Kristsstyttuna frægu.Sjá einnig: Rúrik segir erfitt á þessum tímapunkti að finna sér konuBrasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani fylgir Rúrik á ferðalaginu en hann deildi sjálfur myndskeiði sem hún tók um borð í þyrlunni. Vel virðist fara á með skötuhjúunum í sólinni en eðli sambands þeirra er fréttastofu þó ekki ljóst.Samkvæmt Instagram-reikningi Soliani er hún á mála hjá fyrirsætuskrifstofunni IMG Models. Hún nýtur nokkurra vinsælda á miðlinum og státar af yfir 20 þúsund fylgjendum.Það er þó ívið minna en Rúrik sem, eins og frægt er orðið, aflaði sér yfir milljón fylgjenda á Instagram eftir þátttöku Íslands á heimsmeistarmótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar.

 
 
 
View this post on Instagram
Holidays

A post shared by Nathalia Soliani (@nathaliasoliani_) on Dec 26, 2018 at 7:16am PST

Hér að neðan má svo sjá fleiri skjáskot úr Instagram-story Rúriks.

Rúrik við það að stíga inn í þyrluna.Instagram/@rurikgislason
Veðrið lék við Rúrik og samferðakonu hans.Instagram/@Rurikgislason

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Rúrik Gíslason sætari en sykur í nýju dagatali

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, situr fyrir í nýjasta dagatali þýska súkkulaðiframleiðandans Lambertz, en fyrirtækið setur mikinn metnað í sitt árlega dagatal.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.