
Lögbrot í skjóli hins opinbera
Samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru í starfsleyfi fyrir Arnarlax ber að hvíla eldissvæði við Hringdal í Arnarfirði í að lágmarki sex til átta mánuði áður en ný kynslóð af eldislaxi er sett út í sjókvíar á svæðinu.
Með hvíldinni fengi umhverfið tíma til að ná jafnvægi áður en næsti skammtur af botnfalli og annarri mengun frá hundruðum þúsunda fiska bætist við það sem fyrir er.
Arnarlax hafði þessi skilyrði að engu og setti út fisk í kvíar á svæðinu í byrjun júní, aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað hafði verið fiski upp úr kvíum þar.
Rétt er að taka fram að starfsleyfi fyrirtækisins er gefið út meðal annars á forsendum umhverfismats sem það lét sjálft gera, en þar kemur fram að hvíla þurfi eldissvæði í umræddan tíma.
Umhverfisstofnun staðfesti þann 19. júní sl. að um frávik væri að ræða og krafði Arnarlax um úrbætur. Fyrirtækið hafði þá kröfu hins vegar að engu. Þann 16. júlí boðaði Umhverfisstofnun því að það yrði áminnt. Viðbrögð Arnalax voru þá að óska eftir undanþágu til umhverfisráðuneytisins.
Síðan hefur ekkert gerst nema hvað Umhverfisstofnun sendi umsögn til ráðuneytisins í september þar sem lagst er gegn því að Arnarlax fái undanþágu.
Afar sérstakt er að Umhverfisstofnun aðhafist ekki á meðan undanþágubeiðnin er til meðhöndlunar því ekkert í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að ráðuneytinu sé heimilt að veita hana.
Vinnubrögð ráðuneytisins eru að sama skapi illskiljanleg en undanþágubeiðnin hefur nú legið þar óafgreidd í fimm mánuði. Á meðan geldur umhverfið fyrir.
Furðu vekur að þessi starfsemi virði ekki þau skilyrði sem henni eru sett í starfsleyfi. Enn furðulegra er að Umhverfisstofnun og ráðuneyti málaflokksins skuli ekki tryggja að þau skilyrði séu virt.
Skoðun

Hvernig hefur aukin fræðsla áhrif á ungmenni?
Vigdis Kristin Rohleder skrifar

Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð
Laufey Tryggvadóttir skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2
Viðar Hreinsson skrifar

Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum
Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar

Ljósið og myrkrið
Árni Már Jensson skrifar

Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni?
Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hnefarétturinn
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Fullveldið og undirgefnin
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Strætó þarf að taka handbremsubeygju
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar

„Konan mín þarf ekki að vinna“
Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar

Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár
Matthías Már Magnússon skrifar

Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra
Orri Páll Jóhannsson skrifar

ESB styður við íslenska háskóla
Lucie Samcová-Hall Allen skrifar

Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni
Gabríel Ingimarsson skrifar

Verður Ísland útibúaland eða land höfuðstöðva blárrar nýsköpunar?
Þór Sigfússon,Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Fossvogsbrú á minn hátt
Ellert Már Jónsson skrifar

Creditinfo
Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar

Ofbeldi á aldrei rétt á sér
Kristín Snorradóttir skrifar

Hált á svellinu
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því
Gunnar Dan Wiium skrifar

Á fráveituvatnið heima í sjónum?
Ottó Elíasson skrifar

Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands
Atli Harðarson skrifar

Mannúð fyrir jólin
Inga Sæland skrifar

Íbúð eða vosbúð?
Arna Mathiesen skrifar

Strækum á ofbeldi!
Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar

Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar
Einar Bárðarson skrifar

Hvert renna þín sóknargjöld?
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Menga á daginn og grilla á kvöldin
Sigurpáll Ingibergsson skrifar

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar