Þegar sérhagsmunir ráða för Þorsteinn Víglundsson skrifar 11. desember 2018 15:00 Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar