Martin og Hildur körfuknattleiksfólk ársins: Martin valinn þriðja árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 15:00 Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson, Mynd/KKÍ KKÍ hefur valið Hildi Björgu Kjartansdóttur og Martin Hermannsson körfuknattleikskonu og körfuknattleikskarl ársins 2018 en þetta er í 21. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðsþjálfurum allra landsliða KKÍ í verkefnum á árinu 2018. Hildur Björg og Martin urðu einnig efst í kjörinu í fyrra og eru því að hljóta nafnbótina bæði annað árið í röð. Martin er ennfremur að fá þau þriðja árið í röð. Hildur Björg Kjartansdóttir hefur verið að gera góða hluti með íslenska landsliðinu og er að spila sem atvinnumaðir á Spáni. Martin er einnig í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu auk þess sem hann tók stórt skref á árinu þegar hann færði sig yfir til stórliðsins Alba Berlín í Þýskalandi. Hér fyrir neðan fara síðan úrslitin í kosningu KKÍ og auk þess rökstuðningur sambandsins á vali þeirra þriggja efstu í karla- og kvennaflokki.Val á körfuknattleikskonu ársins 2018:Körfuknattleikskona ársins 2018: 1. Hildur Björg Kjartansdóttir 2. Helena Sverrisdóttir 3. Þóra Kristín Jónsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Berglind Gunnarsdóttir Guðbjörg Sverrisdóttir Sara Rún Hinriksdóttir Thelma Dís ÁgústsdóttirHildur Björg Kjartansdóttir · Celta de Vigo (Spánn) Hildur Björg er hlýtur nafnbótina „Körfuknattleikskona ársins” í annað skipti og annað árið í röð. Hildur Björg hóf atvinnuferil sinn í fyrra með CB Leganés á Spáni þar sem hún stóð sig vel og bætti sinn leik. Í haust skipti Hildur Björg yfir til Celta de Vigo og hefur farið vel af stað með liði sínu á Spáni og liðinu gengið vel. Með landsliðinu lék Hildur Björg í undankeppni EM kvenna 2019 þar sem íslenska liðið lék sex leiki frá nóvember 2017. Hildur var ein af lykilleikmönnum landsliðsins þar sem hún var með 14.2 stig og 7.5 fráköst að meðaltali í leikjunum. Með landsliðinu er Hildur Björg orðin ein af lykilleikmönnum liðsins og mun án efa bæta sig meira sem atvinnumaður í körfuknattleik á næstu árum.Helena Sverrisdóttir · Haukar/CEKK Cegléd/Valur Helena Sverrisdóttir hefur verið valin „Körfuknattleikskona árins“ 11 sinnum á síðustu 14 árum og er í öðru sæti í kjörinu nú. Helena var lykileikmaður Hauka á síðustu leiktíð og leiddi lið sitt til Íslandsmeistaratitils sl. vor. Í haust hélt hún á ný í atvinnumennsku í Ungverjalandi. Hún tók þá ákvörðun að snúa heim fyrir skömmu og samdi við Val í Domino’s deild kvenna og leikur með þeim það sem eftir lifir tímabili. Með íslenska landsliðinu hefur Helena leikið mjög vel og leiðir liðið í stigum skoruðum, framlagi og teknum fráköstum auk þessa að hún var þriðji stigahæsti leikmaðurinn að meðaltali í undankeppninni sem lauk í nóvember.Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar Þóra Kristín Jónsdóttir varð þriðja í kjörinu í ár sem hennar hæðsta sæti í kjörinu til þessa. Hún átti mjög gott tímabili í fyrra þar sem Haukar urðu Íslandsmeistarar um vorið og þar skilaði hún stóru hlutverki sem byrjunarliðsmaður. Þóra Kristín hefur fengið stærra hlutverk að auki með íslenska kvennalandsliðinu og hefur verið byrjunarliðsbakvörður liðsins í undankeppninni sem nú var að ljúka í haust. Hún verður því áfram ein af lykilleikmönnum liðsins á næstu árum.Val á körfuknattleikskarli ársins 2018:Körfuknattleikskarl ársins 2018: 1. Martin Hermannsson 2. Haukur Helgi Pálsson 3. Tryggvi Snær Hlinason Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Hlynur Bæringsson Jón Arnór Stefánsson Jón Axel Guðmundsson Kári JónssonMartin Hermannsson · Alba Berlin (Þýskaland) Martin er orðin einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins á sínu 24. aldursári og hefur sýnt framfarir í leik sínum undanfarin ár á undan. Martin er einn af framtíðarleikmönnum íslenska landsliðsins. Martin lék á síðsta tímabili með Châlons-Reims í efstu deild í Frakklandi, þar sem hann stóð sig frábærlega og það vel að stórlið Alba Berlínar samdi við hann fyrir núverandi tímabil. Þar hefur Martin verið lykilleikmaður leik eftir leik og byrjað vel. Í undankeppninni HM lék Martin einnig vel og alla sex leiki liðsins. Þar var hann stigahæstur í liðinu með 21.5 stig að meðaltali, stoðsendingahæstur með 3.7 stoðsendingar í leik og einnig framlagshæstur með 20.0 stig í leik. Við tók undankeppni EuroBasket 2021 og þar hélt Martin uppteknum hætti í fyrri leik liðsins af tveim og verður lykilmaður áfram með íslenska landsliðinu.Haukur Helgi Pálsson · Nanterre 92 (Frakkland) Haukur Helgi leikur sitt annað tímabil í efstu deild í Frakklandi í vetur. Hann átti gott tímabil í fyrra með Cholet í sömu deild og færði sig því um set í Frakklandi. Þar leikur hann mikilvægt hlutverk í sínu liði og hefur leikið vel það sem af er tímabili. Með landsliðinu átti Haukur Helgi að venju flotta leiki í undankeppni HM og verður einn mikilvægasti leikmaður þess á komandi árum.Tryggvi Snær Hlinason · Monbus Obradorio (Spánn) Tryggvi Snær hefur tekið miklum framförum ár eftir ár á síðastliðinum árum og leikur nú sitt annað ár sem atvinnumaður í efstu deild á Spáni, sem talin er sú besta í Evrópu en hann er samningsbundinn Valencia og er á láni hjá Monbus Obradorio en þar hefur hann fengið meiri spilatíma og stærra hlutverk í vetur og hefur því bætt sig um leið. Tryggvi Snær er framtíðarleikmaður af ungu kynslóðinni með landsliðinu en Tryggvi er fæddur árið 1997. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
KKÍ hefur valið Hildi Björgu Kjartansdóttur og Martin Hermannsson körfuknattleikskonu og körfuknattleikskarl ársins 2018 en þetta er í 21. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðsþjálfurum allra landsliða KKÍ í verkefnum á árinu 2018. Hildur Björg og Martin urðu einnig efst í kjörinu í fyrra og eru því að hljóta nafnbótina bæði annað árið í röð. Martin er ennfremur að fá þau þriðja árið í röð. Hildur Björg Kjartansdóttir hefur verið að gera góða hluti með íslenska landsliðinu og er að spila sem atvinnumaðir á Spáni. Martin er einnig í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu auk þess sem hann tók stórt skref á árinu þegar hann færði sig yfir til stórliðsins Alba Berlín í Þýskalandi. Hér fyrir neðan fara síðan úrslitin í kosningu KKÍ og auk þess rökstuðningur sambandsins á vali þeirra þriggja efstu í karla- og kvennaflokki.Val á körfuknattleikskonu ársins 2018:Körfuknattleikskona ársins 2018: 1. Hildur Björg Kjartansdóttir 2. Helena Sverrisdóttir 3. Þóra Kristín Jónsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Berglind Gunnarsdóttir Guðbjörg Sverrisdóttir Sara Rún Hinriksdóttir Thelma Dís ÁgústsdóttirHildur Björg Kjartansdóttir · Celta de Vigo (Spánn) Hildur Björg er hlýtur nafnbótina „Körfuknattleikskona ársins” í annað skipti og annað árið í röð. Hildur Björg hóf atvinnuferil sinn í fyrra með CB Leganés á Spáni þar sem hún stóð sig vel og bætti sinn leik. Í haust skipti Hildur Björg yfir til Celta de Vigo og hefur farið vel af stað með liði sínu á Spáni og liðinu gengið vel. Með landsliðinu lék Hildur Björg í undankeppni EM kvenna 2019 þar sem íslenska liðið lék sex leiki frá nóvember 2017. Hildur var ein af lykilleikmönnum landsliðsins þar sem hún var með 14.2 stig og 7.5 fráköst að meðaltali í leikjunum. Með landsliðinu er Hildur Björg orðin ein af lykilleikmönnum liðsins og mun án efa bæta sig meira sem atvinnumaður í körfuknattleik á næstu árum.Helena Sverrisdóttir · Haukar/CEKK Cegléd/Valur Helena Sverrisdóttir hefur verið valin „Körfuknattleikskona árins“ 11 sinnum á síðustu 14 árum og er í öðru sæti í kjörinu nú. Helena var lykileikmaður Hauka á síðustu leiktíð og leiddi lið sitt til Íslandsmeistaratitils sl. vor. Í haust hélt hún á ný í atvinnumennsku í Ungverjalandi. Hún tók þá ákvörðun að snúa heim fyrir skömmu og samdi við Val í Domino’s deild kvenna og leikur með þeim það sem eftir lifir tímabili. Með íslenska landsliðinu hefur Helena leikið mjög vel og leiðir liðið í stigum skoruðum, framlagi og teknum fráköstum auk þessa að hún var þriðji stigahæsti leikmaðurinn að meðaltali í undankeppninni sem lauk í nóvember.Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar Þóra Kristín Jónsdóttir varð þriðja í kjörinu í ár sem hennar hæðsta sæti í kjörinu til þessa. Hún átti mjög gott tímabili í fyrra þar sem Haukar urðu Íslandsmeistarar um vorið og þar skilaði hún stóru hlutverki sem byrjunarliðsmaður. Þóra Kristín hefur fengið stærra hlutverk að auki með íslenska kvennalandsliðinu og hefur verið byrjunarliðsbakvörður liðsins í undankeppninni sem nú var að ljúka í haust. Hún verður því áfram ein af lykilleikmönnum liðsins á næstu árum.Val á körfuknattleikskarli ársins 2018:Körfuknattleikskarl ársins 2018: 1. Martin Hermannsson 2. Haukur Helgi Pálsson 3. Tryggvi Snær Hlinason Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Hlynur Bæringsson Jón Arnór Stefánsson Jón Axel Guðmundsson Kári JónssonMartin Hermannsson · Alba Berlin (Þýskaland) Martin er orðin einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins á sínu 24. aldursári og hefur sýnt framfarir í leik sínum undanfarin ár á undan. Martin er einn af framtíðarleikmönnum íslenska landsliðsins. Martin lék á síðsta tímabili með Châlons-Reims í efstu deild í Frakklandi, þar sem hann stóð sig frábærlega og það vel að stórlið Alba Berlínar samdi við hann fyrir núverandi tímabil. Þar hefur Martin verið lykilleikmaður leik eftir leik og byrjað vel. Í undankeppninni HM lék Martin einnig vel og alla sex leiki liðsins. Þar var hann stigahæstur í liðinu með 21.5 stig að meðaltali, stoðsendingahæstur með 3.7 stoðsendingar í leik og einnig framlagshæstur með 20.0 stig í leik. Við tók undankeppni EuroBasket 2021 og þar hélt Martin uppteknum hætti í fyrri leik liðsins af tveim og verður lykilmaður áfram með íslenska landsliðinu.Haukur Helgi Pálsson · Nanterre 92 (Frakkland) Haukur Helgi leikur sitt annað tímabil í efstu deild í Frakklandi í vetur. Hann átti gott tímabil í fyrra með Cholet í sömu deild og færði sig því um set í Frakklandi. Þar leikur hann mikilvægt hlutverk í sínu liði og hefur leikið vel það sem af er tímabili. Með landsliðinu átti Haukur Helgi að venju flotta leiki í undankeppni HM og verður einn mikilvægasti leikmaður þess á komandi árum.Tryggvi Snær Hlinason · Monbus Obradorio (Spánn) Tryggvi Snær hefur tekið miklum framförum ár eftir ár á síðastliðinum árum og leikur nú sitt annað ár sem atvinnumaður í efstu deild á Spáni, sem talin er sú besta í Evrópu en hann er samningsbundinn Valencia og er á láni hjá Monbus Obradorio en þar hefur hann fengið meiri spilatíma og stærra hlutverk í vetur og hefur því bætt sig um leið. Tryggvi Snær er framtíðarleikmaður af ungu kynslóðinni með landsliðinu en Tryggvi er fæddur árið 1997.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira