Handbolti

Seinni bylgjan: Handsöluðu veðmál um úrslitin í Akureyrarslagnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Veðmálið klárt.
Veðmálið klárt. vísir

Logi Geirsson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru fengnir til að spá fyrir um úrslitin í Akureyrarslagnum um helgina í Lokaskotinu á mánudagskvöldið.

KA vann Akureyri í fyrstu umferð deildarinnar á heimavelli en nú fær Akureyri Handboltafélag erkifjendur sína í heimsókn í Höllina fyrir norðan.

Jóhann Gunnar er á því að Akureyri vinnur leikinn þar sem að liðið er að sækja í sig veðrið en það er búið að tvöfalda stigafjölda sinn í síðustu tveimur leikjum.

Logi sagði að KA myndi örugglega vinna og vildi veðja 5.000 krónum. Jóhann Gunnar var ekki alveg á því að setja svo mikinn pening á leikinn þannig að þeir fóru milliveginn.

Lokaskotið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið 11. umferð


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Gott að eiga Ás(a) í ermi

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson hefur verið einn allra besti leikmaður Olís deildar karla í handbolta í vetur og strákarnir í Seinni bylgjunni fóru vel yfir mikilvægi hans í nýjasta þættinum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.