Handbolti

Seinni bylgjan: Arnar mættur aftur á æfingar í Eyjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Er Arnar mættur aftur í íþróttahúsið í Eyjum?
Er Arnar mættur aftur í íþróttahúsið í Eyjum? vísir/daníel
Íslands-, bikar- og deildarmeistarar ÍBV unnu í gær sinn fyrsta leik síðan í október þegar liðið lagði Fram í Olísdeild karla.

Arnar Pétursson stýrði liðinu til þrefalds meistaratitils í vor en lét svo af störfum. Við hans starfi tók Erlingur Richardsson með Kristinn Guðmundsson sér til aðstoðar.

Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi var því slegið fram að Arnar væri farinn að koma aftur inn á æfingar í Eyjum.

„Það er oft sem þarf bara aðeins að hrista upp, fá smá breytingu,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.

„Ef ég væri Kiddi og Erlingur og þjálfarinn sem gerði þá að Íslands-, bikar- og deildarmeisturum árið áður væri farinn að mæta aftur á æfingar því ég réði ekki við verkefnið, sem er klárlega staðreyndin, þá þyrfti ég að kyngja stoltinu,“ sagði Logi Geirsson.

„Ég veit ekki alveg til hvers hann er að koma. Er hann bara að koma og heilsa upp á strákana, er hann með peppvideo og ræðu eða er hann að koma inn og hrista í varnarleiknum? Mig langar svolítið að vita það,“ sagði Jóhann.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Arnar mættur aftur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×