Óður til jarðar og loftslags Ari Páll Karlsson skrifar 19. nóvember 2018 15:15 Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun