Stjarna fæddist í San Francisco Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2018 09:28 Mullens á ferðinni í nótt. vísir/getty Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. NFL Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Sjá meira
Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins.
NFL Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Sjá meira