Fótbolti

Dijon gengur illa að safna stigum í frönsku deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í leik með Dijon fyrr á leiktíðinni.
Rúnar í leik með Dijon fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Það gengur ekki né rekur hjá Rúnari Alex Rúnarssyni og félögum í Dijon sem töpuðu í kvöld 4-0 fyrir Nimes á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni.

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur gengið í deildinni upp á síðkastið ekki verið gott en liðið vann 3-1 sigur í bikarleik á miðvikudaginn.

Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 25. ágúst og tapið í dag var sjötta tapið í síðustu átta leikjum. Liðið hefur náð í tvö stig af 24 í síðustu átta leikjum.

Dijon er nú í sautjánda sæti deildarinnar og er fjórum stigum frá Mónakó sem er í fallsæti. Nimes er eftir sigurinn komið upp í tólfta sæti deildarinnar.

Rúnar Alex stóð að sjálfsögðu vaktina í marki Dijon í kvöld en en staðan var 2-0 fyrir Nimes í hálfleik. Þeir bættu svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×