Sigurbjörn Árni: Guðbjörg er á heimsmælikvarða 18. október 2018 09:15 Guðbjörg á framtíðina fyrir sér. mynd/skjáskot „Þetta er náttúrulega algerlega frábær árangur og það er magnað að ná að bæta sig svona mikið jafn seint á hlaupatímabilinu og raun ber vitni,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur um frjálsar íþróttir. „Það er eftirtektarvert hvað hún vinnur öruggan sigur í fyrra hlaupinu og hún sýnir svo stöðugleika með því að bæta sig enn meira í seinna hlaupinu. Það er vel af sér vikið hjá henni og þjálfara hennar að takast það að toppa á réttum tíma.“ „Hún er bæði stór og sterk og hefur alla burði til þess að ná langt í þessari grein í fullorðinsflokki seinna meir. Hún hefur sýnt það á þessu ári að hún er á heimsmælikvarða hvað jafnaldra sína varðar og ég er bjartsýnn á að hún geti haldið áfram að bæta sig. Það er raunhæft að mínu viti að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Miðað við þann tíma sem dugði til þess að komast á síðustu leika þarf hún að bæta sig um 20 sekúndubrot til þess að komast þangað og það er klárlega möguleiki að hún nái því í tæka tíð,“ segir Sigurbjörn Árni um framtíðarhorfur hennar. „Hún er í góðum höndum hér heima hjá þeim þjálfara sem hún hefur og varðandi aðstöðu heilt yfir. Við erum með góða innanhúsaðstöðu lungann úr árinu hér heima og útiaðstaðan er á pari við það sem gengur og gerist erlendis. Það er kannski helst að það væri gott fyrir hana að æfa spretthlaup sín í meiri hita en hún hefur kost á hérlendis. Það er gott fyrir spretthlaupara að æfa í meiri hita en mögulegt er á Íslandi,“ segir sérfræðingurinn um komandi tíma hjá þessari ungu og efnilega hlaupakonu. „Það er mjög bjart fram undan hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en við erum með fimm til sex íþróttamenn sem gætu hæglega náð langt á næstu árum ef þeir halda rétt á spöðunum í framhaldinu. Við höfum verið að ná góðum árangri á alþjóðavettvangi í ungmennaflokkum undanfarið og það gefur góð fyrirheit. Ég geri mér vonir um að við verðum með fleiri á næstu íslenska þátttakendur á Ólympíuleikunum en við höfum verið með á undanförnum leikum. Það er sérstaklega gaman að sjá þróunina hversu marga frambærilega spretthlaupara við eigum á þessum tímapunkti,“ sagði hann um komandi tíma. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50 Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00 Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00 Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira
„Þetta er náttúrulega algerlega frábær árangur og það er magnað að ná að bæta sig svona mikið jafn seint á hlaupatímabilinu og raun ber vitni,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur um frjálsar íþróttir. „Það er eftirtektarvert hvað hún vinnur öruggan sigur í fyrra hlaupinu og hún sýnir svo stöðugleika með því að bæta sig enn meira í seinna hlaupinu. Það er vel af sér vikið hjá henni og þjálfara hennar að takast það að toppa á réttum tíma.“ „Hún er bæði stór og sterk og hefur alla burði til þess að ná langt í þessari grein í fullorðinsflokki seinna meir. Hún hefur sýnt það á þessu ári að hún er á heimsmælikvarða hvað jafnaldra sína varðar og ég er bjartsýnn á að hún geti haldið áfram að bæta sig. Það er raunhæft að mínu viti að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Miðað við þann tíma sem dugði til þess að komast á síðustu leika þarf hún að bæta sig um 20 sekúndubrot til þess að komast þangað og það er klárlega möguleiki að hún nái því í tæka tíð,“ segir Sigurbjörn Árni um framtíðarhorfur hennar. „Hún er í góðum höndum hér heima hjá þeim þjálfara sem hún hefur og varðandi aðstöðu heilt yfir. Við erum með góða innanhúsaðstöðu lungann úr árinu hér heima og útiaðstaðan er á pari við það sem gengur og gerist erlendis. Það er kannski helst að það væri gott fyrir hana að æfa spretthlaup sín í meiri hita en hún hefur kost á hérlendis. Það er gott fyrir spretthlaupara að æfa í meiri hita en mögulegt er á Íslandi,“ segir sérfræðingurinn um komandi tíma hjá þessari ungu og efnilega hlaupakonu. „Það er mjög bjart fram undan hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en við erum með fimm til sex íþróttamenn sem gætu hæglega náð langt á næstu árum ef þeir halda rétt á spöðunum í framhaldinu. Við höfum verið að ná góðum árangri á alþjóðavettvangi í ungmennaflokkum undanfarið og það gefur góð fyrirheit. Ég geri mér vonir um að við verðum með fleiri á næstu íslenska þátttakendur á Ólympíuleikunum en við höfum verið með á undanförnum leikum. Það er sérstaklega gaman að sjá þróunina hversu marga frambærilega spretthlaupara við eigum á þessum tímapunkti,“ sagði hann um komandi tíma.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50 Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00 Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00 Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira
Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu. 16. október 2018 20:50
Frábært ár varð stórkostlegt Ísland eignaðist Ólympíumeistara í gærkvöldi þegar Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Hún bætti einnig Íslandsmet sitt í greininni. 17. október 2018 09:00
Sjáðu einlægan fögnuð nýja íslenska Ólympíumeistarans Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í gær Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi. 17. október 2018 11:00
Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári. 18. október 2018 09:00