Frjáls landamæri Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 4. október 2018 10:45 Alþjóðlegt samstarf getur leitt til frjálsra fólksflutninga, eflt viðskipti og viðhaldið vinaböndum. Hér á Íslandi eru lífsgæðin mikil og tækifærin mörg. Öll viljum við viðhalda árangri og bæta um betur. Þrátt fyrir það er til fólk sem heldur því fram að nú sé best að draga úr alþjóðlegu samstarfi, halda fastar í landamæri, auka tolla á innfluttar vörur og fækka innflytjendum. Fólk kann einfaldlega að spyrja, „hvers vegna að opna landamæri?“ Hvers vegna „varðveitum“ við ekki árangurinn okkar með því að þrengja að landamærum? Við myndum bara flytja inn hluti sem okkur bráðvantar eins og hnetusmjör, hárteygjur og ísskápasegla og flytja út allt sem við mögulega getum eins og fisk, hugbúnað og ferðaþjónustu. Hvað varðar innflytjendur þá gætum við bannað þeim að setjast að á Íslandi, með þeirri von um að þá gætum við „hlúð betur“ að Íslendingum. Stenst slíkt? Ísland er aðili að samstarfi sem m.a. fellir niður tolla af innfluttum (og sömuleiðis útfluttum) vörum að miklu leyti. 25 ár eru frá inngöngu Íslands í samstarfið með undirritun samnings um Evrópskt efnahagssvæði en hann mætti harðri andstöðu einangrunarsinna sem töldu að innlend framleiðsla myndi hverfa og hagkerfi landsins versna. Vissulega áttu sum fyrirtæki brattan að sækja enda jókst samkeppnin til muna, en á móti tvíefldust önnur sem fundu tækifæri í 500 milljóna manna markaði. Dómsdagspárnar rættust ekki heldur blómstraði land og þjóð í þessu alþjóðlega samstarfi, sem aldrei fyrr. Þegar talað er um að herða innflytjendalöggjöf af t.d. efnahagsástæðum gleymist í umræðunni að Íslendingar þekkja það vel að flytja af landi brott sökum efnahagsástands. Frægar eru ferðir Vestur-Íslendinga og Brasilíufaranna. Ekki þarf að fara svo langt aftur í tímann til þess að finna fleiri dæmi um flutninga Íslendinga, en tíu ár eru frá einum stærsta brottflutning Íslandssögunar. Ef slíkt sannfærir fólk ekki um réttmæti viðveru útlendinga á Íslandi þá ber að hafa í huga að nýbúar skipta sköpum fyrir gang samfélagsins hér á landi. 11,5% íbúa á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar og fimmti hver starfsmaður á Íslandi er erlendur. Ekki er hægt að halda því fram að atvinnuþátttaka útlendinga komi niður á Íslendingum þar sem atvinnuleysi er nálægt sögulegu lágmarki í ríflega 2%. Nýjasti þáttur Kveiks sýnir öllu heldur að stjórnvöld hafa brugðist stórum hópi innflytjenda sem búa við hatrammar aðstæður og eru svikin um laun. Ríkisstjórnin verður að axla ábyrgð og taka á slíku óréttlæti tafarlaust. Evrópska efnahagssvæðið gerir Íslendingum kleift að búa og vinna víðsvegar um Evrópu og sömuleiðis íbúum Evrópu að flytja hingað og starfa. Samstarfið er eitt hagsælasta ummerki þess að opin landamæri stuðla að frelsi íbúa. Um 47.000 Íslendingar búa erlendis, flestir innan EES. Frjáls landamæri eru ekki einungis hagkvæm á efnahagsgrundvelli heldur stuðla þau að auknum friði, fleiri tækifærum fyrir ungt fólk og fjölmenningu. Hið síðastnefnda er orð sem oft er notað sem skammaryrði en sagan sýnir okkur að frelsi og velmegun þrífst best í fjölbreyttum samfélögum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Alþjóðlegt samstarf getur leitt til frjálsra fólksflutninga, eflt viðskipti og viðhaldið vinaböndum. Hér á Íslandi eru lífsgæðin mikil og tækifærin mörg. Öll viljum við viðhalda árangri og bæta um betur. Þrátt fyrir það er til fólk sem heldur því fram að nú sé best að draga úr alþjóðlegu samstarfi, halda fastar í landamæri, auka tolla á innfluttar vörur og fækka innflytjendum. Fólk kann einfaldlega að spyrja, „hvers vegna að opna landamæri?“ Hvers vegna „varðveitum“ við ekki árangurinn okkar með því að þrengja að landamærum? Við myndum bara flytja inn hluti sem okkur bráðvantar eins og hnetusmjör, hárteygjur og ísskápasegla og flytja út allt sem við mögulega getum eins og fisk, hugbúnað og ferðaþjónustu. Hvað varðar innflytjendur þá gætum við bannað þeim að setjast að á Íslandi, með þeirri von um að þá gætum við „hlúð betur“ að Íslendingum. Stenst slíkt? Ísland er aðili að samstarfi sem m.a. fellir niður tolla af innfluttum (og sömuleiðis útfluttum) vörum að miklu leyti. 25 ár eru frá inngöngu Íslands í samstarfið með undirritun samnings um Evrópskt efnahagssvæði en hann mætti harðri andstöðu einangrunarsinna sem töldu að innlend framleiðsla myndi hverfa og hagkerfi landsins versna. Vissulega áttu sum fyrirtæki brattan að sækja enda jókst samkeppnin til muna, en á móti tvíefldust önnur sem fundu tækifæri í 500 milljóna manna markaði. Dómsdagspárnar rættust ekki heldur blómstraði land og þjóð í þessu alþjóðlega samstarfi, sem aldrei fyrr. Þegar talað er um að herða innflytjendalöggjöf af t.d. efnahagsástæðum gleymist í umræðunni að Íslendingar þekkja það vel að flytja af landi brott sökum efnahagsástands. Frægar eru ferðir Vestur-Íslendinga og Brasilíufaranna. Ekki þarf að fara svo langt aftur í tímann til þess að finna fleiri dæmi um flutninga Íslendinga, en tíu ár eru frá einum stærsta brottflutning Íslandssögunar. Ef slíkt sannfærir fólk ekki um réttmæti viðveru útlendinga á Íslandi þá ber að hafa í huga að nýbúar skipta sköpum fyrir gang samfélagsins hér á landi. 11,5% íbúa á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar og fimmti hver starfsmaður á Íslandi er erlendur. Ekki er hægt að halda því fram að atvinnuþátttaka útlendinga komi niður á Íslendingum þar sem atvinnuleysi er nálægt sögulegu lágmarki í ríflega 2%. Nýjasti þáttur Kveiks sýnir öllu heldur að stjórnvöld hafa brugðist stórum hópi innflytjenda sem búa við hatrammar aðstæður og eru svikin um laun. Ríkisstjórnin verður að axla ábyrgð og taka á slíku óréttlæti tafarlaust. Evrópska efnahagssvæðið gerir Íslendingum kleift að búa og vinna víðsvegar um Evrópu og sömuleiðis íbúum Evrópu að flytja hingað og starfa. Samstarfið er eitt hagsælasta ummerki þess að opin landamæri stuðla að frelsi íbúa. Um 47.000 Íslendingar búa erlendis, flestir innan EES. Frjáls landamæri eru ekki einungis hagkvæm á efnahagsgrundvelli heldur stuðla þau að auknum friði, fleiri tækifærum fyrir ungt fólk og fjölmenningu. Hið síðastnefnda er orð sem oft er notað sem skammaryrði en sagan sýnir okkur að frelsi og velmegun þrífst best í fjölbreyttum samfélögum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun