Ný virkjun gæti knúið fimm þúsund rafbíla Margrét Helga Erlingsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 7. október 2018 22:18 Hægt verður að knýja fimm þúsund rafbíla með nýrri Glerárvirkjun sem var formlega gangsett á Akureyri á föstudag. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í september 2013 að virkjunin yrði reist en hún er sú fjórða sem Fallorka, dótturfélag Norðurorku, starfrækir á Eyjafjarðarsvæðinu. Virkjunin ber nafnið Glerárvirkjun 2 þar sem fyrir er í ánni nærri aldagömul virkjun sem gangsett var á ný fyrir rúmlega áratug. Sú virkjun er í miðjum bænum en hin nýja er í Glerárdal um sex kílómetra fyrir ofan bæinn. „Það er eiginlega verið að virkja fallið niður heilan dal, 240 metra fallhæð sem safnast saman á þessum sex kílómetra kafla,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku.Andri Teitsson segir að það hafi sárvantað raforku í Eyjafirði.vísir/Tryggvi PállVatnið er leitt í langri pípu frá litlu uppistöðulóni inni í dalnum og þaðan niður í bæ í stöðvarhúsi á bökkum Glerár. Virkjunin er 3,3 MW sem nægir til þess að framleiða rafmagn fyrir ríflega fimm þúsund heimili á Akureyri og segir Andri að það muni um minna. „Það kemur sér mjög vel, það hefur sárvantað rafmagn hérna í Eyjafirði,“ segir Andri. Það voru fyrrverandi starfsmenn Rafveitu Akureyrar sem fengu heiðurinn af því að koma rafmagnsframleiðslunni af stað undir vökulu auga forseta Alþingis, sem fylgdist grannt með þegar vélarnar fóru að snúast. Rafbílar njóta æ meiri vinsælda hér á landi og eru Akureyri þar ekki undanskilinn og segir Andri að með virkjuninni aukist getan til þess að styðja við frekari landvinninga slíkra bíla á Akureyri. „Það vill þannig til að einn rafmagnsbíll notar álíka mikið eins og eitt heimili þannig að við getum líka sagt að þetta dugi fyrir fimm, sex þúsund rafbíla ef því er að skipta,“ segir Andri. Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Hægt verður að knýja fimm þúsund rafbíla með nýrri Glerárvirkjun sem var formlega gangsett á Akureyri á föstudag. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í september 2013 að virkjunin yrði reist en hún er sú fjórða sem Fallorka, dótturfélag Norðurorku, starfrækir á Eyjafjarðarsvæðinu. Virkjunin ber nafnið Glerárvirkjun 2 þar sem fyrir er í ánni nærri aldagömul virkjun sem gangsett var á ný fyrir rúmlega áratug. Sú virkjun er í miðjum bænum en hin nýja er í Glerárdal um sex kílómetra fyrir ofan bæinn. „Það er eiginlega verið að virkja fallið niður heilan dal, 240 metra fallhæð sem safnast saman á þessum sex kílómetra kafla,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku.Andri Teitsson segir að það hafi sárvantað raforku í Eyjafirði.vísir/Tryggvi PállVatnið er leitt í langri pípu frá litlu uppistöðulóni inni í dalnum og þaðan niður í bæ í stöðvarhúsi á bökkum Glerár. Virkjunin er 3,3 MW sem nægir til þess að framleiða rafmagn fyrir ríflega fimm þúsund heimili á Akureyri og segir Andri að það muni um minna. „Það kemur sér mjög vel, það hefur sárvantað rafmagn hérna í Eyjafirði,“ segir Andri. Það voru fyrrverandi starfsmenn Rafveitu Akureyrar sem fengu heiðurinn af því að koma rafmagnsframleiðslunni af stað undir vökulu auga forseta Alþingis, sem fylgdist grannt með þegar vélarnar fóru að snúast. Rafbílar njóta æ meiri vinsælda hér á landi og eru Akureyri þar ekki undanskilinn og segir Andri að með virkjuninni aukist getan til þess að styðja við frekari landvinninga slíkra bíla á Akureyri. „Það vill þannig til að einn rafmagnsbíll notar álíka mikið eins og eitt heimili þannig að við getum líka sagt að þetta dugi fyrir fimm, sex þúsund rafbíla ef því er að skipta,“ segir Andri.
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira