Gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði Ásmundur Einar Daðason skrifar 8. október 2018 07:00 Fréttaskýringaþátturinn Kveikur síðastliðið þriðjudagskvöld sýndi slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi og margvísleg brot gegn því og lét örugglega engan ósnortinn. Hver sem stundar atvinnurekstur á þeim forsendum að brjóta á vinnandi fólki, búa því slæmar aðstæður og svíkja það um kaup og kjör kemur óorði á heilar atvinnugreinar og skaðar orðspor Íslands sem þjóðar meðal þjóða. Slík háttsemi er vandamál allra, grefur undan heiðarlegri atvinnustarfsemi og ýtir undir tortryggni á vinnumarkaði. Það þarf að efla eftirlit, auka samvinnu til að taka heildstætt á þessum málum og herða viðurlög gagnvart þeim sem ábyrgir eru. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög sem varða erlendar starfsmannaleigur og fela í sér auknar heimildir Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar til eftirlits, auk víðtækari heimilda til upplýsingamiðlunar til ríkisskattstjóra og lögreglu. Lögin eru afrakstur samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að tryggja að l starfskjör starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir eðli og umfang þessara mála. Skammt er liðið frá gildistöku laganna en þeim er ætlað að torvelda brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðal þess sem mér fannst sláandi í þættinum var hvað þeir aðilar sem hafa skýran ásetning um að brjóta á vinnandi fólki virðast beita til þess margvíslegum aðferðum. Til að upplýsa og fyrirbyggja brot þarf virkt samstarf margra aðila. Fulltrúar atvinnurekenda og launafólks eru á einu máli um að brot eins og hér um ræðir verða ekki liðin og ég veit að vilji allra aðila sem þurfa að vinna saman til að uppræta þennan vanda er fyrir hendi. Nýlega kynnti ég fyrir ríkisstjórn ákvörðun mína um aukna samvinnu til að sporna gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði. Í framhaldinu kallaði ég til samstarfs fulltrúa verkalýðsfélaga, atvinnurekenda, skattayfirvalda, lögreglu og fleiri stofnana sem og fleiri ráðuneyta til að efla samstarf um aukið eftirlit og meta þörf á lagabreytingum. Háttsemi af þeim toga sem þarna kom fram á ekki að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur síðastliðið þriðjudagskvöld sýndi slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi og margvísleg brot gegn því og lét örugglega engan ósnortinn. Hver sem stundar atvinnurekstur á þeim forsendum að brjóta á vinnandi fólki, búa því slæmar aðstæður og svíkja það um kaup og kjör kemur óorði á heilar atvinnugreinar og skaðar orðspor Íslands sem þjóðar meðal þjóða. Slík háttsemi er vandamál allra, grefur undan heiðarlegri atvinnustarfsemi og ýtir undir tortryggni á vinnumarkaði. Það þarf að efla eftirlit, auka samvinnu til að taka heildstætt á þessum málum og herða viðurlög gagnvart þeim sem ábyrgir eru. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög sem varða erlendar starfsmannaleigur og fela í sér auknar heimildir Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar til eftirlits, auk víðtækari heimilda til upplýsingamiðlunar til ríkisskattstjóra og lögreglu. Lögin eru afrakstur samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að tryggja að l starfskjör starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir eðli og umfang þessara mála. Skammt er liðið frá gildistöku laganna en þeim er ætlað að torvelda brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðal þess sem mér fannst sláandi í þættinum var hvað þeir aðilar sem hafa skýran ásetning um að brjóta á vinnandi fólki virðast beita til þess margvíslegum aðferðum. Til að upplýsa og fyrirbyggja brot þarf virkt samstarf margra aðila. Fulltrúar atvinnurekenda og launafólks eru á einu máli um að brot eins og hér um ræðir verða ekki liðin og ég veit að vilji allra aðila sem þurfa að vinna saman til að uppræta þennan vanda er fyrir hendi. Nýlega kynnti ég fyrir ríkisstjórn ákvörðun mína um aukna samvinnu til að sporna gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði. Í framhaldinu kallaði ég til samstarfs fulltrúa verkalýðsfélaga, atvinnurekenda, skattayfirvalda, lögreglu og fleiri stofnana sem og fleiri ráðuneyta til að efla samstarf um aukið eftirlit og meta þörf á lagabreytingum. Háttsemi af þeim toga sem þarna kom fram á ekki að líðast.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar