Fótbolti

Hamrén leið aðeins betur þegar hann heyrði af slátruninni í Elche

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luka Modric skildi hvorki upp né niður eftir 6-0 tap á Spáni í kvöld.
Luka Modric skildi hvorki upp né niður eftir 6-0 tap á Spáni í kvöld. Vísir/Getty

Erik Hamrén virkaði nokkuð sáttur á fundi með blaðamönnum á Teppinu í kjallara Laugardalsvallar að loknu 3-0 tapinu gegn Belgum í Þjóðadeildinni í kvöld. Allt annað hefði verið að sjá til liðsins en eftir 6-0 tapið gegn Sviss í St. Gallen á laugardag.

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, sagði eftir 6-0 tapið að svona úrslit sæjust ekki lengur í alþjóða fótbolta. Undur og stórmerki, ef svo má að orði komast, gerðust í Elche á Spáni í kvöld á Estadio Martínez Valero. Spánverjar leiddu Króata, silfurliðið á HM í Rússlandi, til slátrunar. Lokatölurnar voru kunnuglegar, 6-0.

Hamrén var afar hissa þegar hann heyrði tíðindin frá Spáni og var spurður hvort honum liði ekki aðeins betur.

„Mér líður aðeins betur,“ sagði Hamrén og brosti. Blaðamenn skelltu upp úr.

„Ég veit og við vitum hvernig Króötum líður, því okkur leið ömurlega á laugardaginn,“ sagði Hamrén og minnti á árangur Króata í sumar. Það væri stutt á milli í boltanum.

„Fótbolti er svona,“ sagði Hamrén og benti á hvað gæti gerst þegar topplið á borð við Belgíu, Spán og jafnvel Sviss hitta á góðan dag og andstæðingurinn er ekki klár.

„Ef þú nærð ekki góðri frammistðu gegn þeim þegar þau sýna sitt besta þá getur það farið illa.“
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.