Framtíðin óráðin hjá Þresti Leó: „Þetta setur allt úr skorðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2018 15:30 Þröstur Leó verður í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við. Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við.
Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00
Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00
Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30