Framtíðin óráðin hjá Þresti Leó: „Þetta setur allt úr skorðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2018 15:30 Þröstur Leó verður í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við. Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við.
Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00
Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00
Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30