Framtíðin óráðin hjá Þresti Leó: „Þetta setur allt úr skorðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2018 15:30 Þröstur Leó verður í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við. Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við.
Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00
Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00
Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“