Framtíðin óráðin hjá Þresti Leó: „Þetta setur allt úr skorðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2018 15:30 Þröstur Leó verður í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við. Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við.
Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00
Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00
Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30