Nærmynd af Stefáni Karli: „Ómótstæðileg manneskja og stórkostlegur listamaður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2018 10:30 Stefán Karl lést 43 ára eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson lést þann 21. ágúst, langt fyrir aldur fram, eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Í þætti Íslands í gær á Stöð 2 var rætt við fólk úr ýmsum áttum sem kynntist Stefáni Karli í gegnum tíðina. Þeirra á meðal er samstarfsfólk af leiksviðinu, ungur drengur sem leit túrett heilkennið sem hrjáði hann allt öðrum augum eftir samtal við Stefán Karl, sem og mæðgur í Hafnarfirði – sem voru stór ástæða þess að hann stofnaði Regnbogabörn stuttu eftir síðustu aldamót. Ferill Stefáns Karls Stefánsson hófst snemma á heimaslóðum í Hafnarfirði. Strax á barnsaldri snerist lífið um að setja sig í hlutverk, segja sögur og skemmta fólkinu í kringum sig. Það var svo kvöld eitt á árshátíð Leikfélags Hafnarfjarðar sem sautján ára gamall Stefán Karl tók málin í sínar hendur. „Það var skemmtiatriði sem misheppnuðust eitthvað og einn maður fann sig knúinn til að skemmta okkur aðeins meira og það var náttúrulega Stefán Karl,“ segir leikarinn Gunnar Helgason.Hann var náttúrafl „Hann var ekki með neitt undirbúið þannig að hann byrjaði bara á því að labba yfir sviðið og bara hélt hann áfram að labba yfir sviðið fram og til baka og alltaf gerðist eitthvað nýtt í hvert sinn sem hann kom inn á sviðið. Þetta tók ábyggilega hálftíma, fjörutíu mínútur og maður hafði aldrei séð annað eins. Maður var að upplifa náttúruafl.“ Stefán Karl kom fyrst fyrir augu almennings í Áramótaskaupinu árið 1994, 19 ára gamall. Meðleikkona hans Edda Björgvins var ekki sannfærð í fyrstu þegar ákveðið var að unglingur úr Hafnarfirði ætti að taka þátt.Edda Björgvinsdóttir starfaði mikið með Stefáni Karli.„Kemur þetta strákrassgat 19 ára gamall. Það var alveg nákvæmlega sama hvað hann var látinn gera, hann gerði ekki bara allt hundrað prósent frábærlega vel og var fyndnari en allir. Hann var alltaf yfirburðar og gerði alltaf allt betur heldur en aðrir,“ segir leikkonan Edda Björgvinsdóttir. Eðli málsins samkvæmt fór Stefán í leiklistarskólann. Hlutverkin í gegnum tíðina voru fjölbreytt en þegar fram liðu stundir brá hann sér sérstaklega í hlutverk fúlmenna. Fór sigurför um Bandaríkin sem Trölli og hrellti milljónir barna um allan heim sem Glanni Glæpur.Gat fengið fólk til að hlægja og gráta „Þetta var yfirburðar kómískt talent og það segir sig sjálft að þau geta allt. Það er eitthvað við það að geta sprengt allan heiminn úr hlátri sem gerir það að verkum að þú getur látið allan heiminn skjálfa úr ótta eða farið að gráta.“ Því fer þó fjarri að leiklistinn ein hafi verið Stefáni Karli hugleikin. Hann tók pungapróf og ætlaði á tímabili að verða tryllukarl, lærði flug og dæmdi fótbolta svo eitt sé nefnt. „Ég held að hann hafi verið sá yngsti ever til að fá dómararéttindi. Ég fór stundum að horfa á hann dæmi hjá 2.flokki og þar var tekist á. Það var aldrei neitt vesen, hann hafði fullkomin tök á leiknum og það var í fyrsta skipti sem ég sá hann í 90 mínútur samfleytt bara ekkert grínast,“ segir Gunnar. „Hann má ekki vita af einhverjum sem líður illa, þá stofnar hann bara heil samtök til að taka á einelti. Honum finnst heimurinn ekki vera sinna hollustu og heilbrigði á allan hátt. Þá stofnar hann bara fyrirtæki sem leggur rækt á það sem hollast,“ segir Edda.Lára Waage og Silja Rut Sigurjónsdóttir en sú síðarnefnda náði aldrei að þakka Stefáni fyrir hans aðstoð.Rætt var við mæðgurnar Láru Waage og Silju Rut Sigurjónsdóttur en sú síðarnefnda var lögð í einelti í Hvaleyraskóla og þegar hún var níu ára þorði hún ekki í skólann. Saga hennar var í raun uppsprettan af því að Stefán Karl stofnaði samtökin Regnbogabörn. Stefán Karl aðstoðaði son Eiríks Bergmann þegar hann var tíu ára. Þá var hann að kljást við túrett heilkenni. „Hann spurðu hvort hann gæti rennt við hjá okkur í hádeginu og sat með okkur hérna í þrjá tíma,“ segir Eiríkur Bergmann en sonur hans bætir við: „Hann kenndi mér að gera það í raun að mínum persónuleika heldur en ég og túrett séum einhver sitthvort hluturinn. Við séum að gera þetta saman og það gerði mig að því sem ég er í dag og það hjálpaði mér mjög mikið,“ segir Einar Sigurður Eiríksson.Rappaði daginn áður en hann fór Hvort sem hann var í Kaliforníu eða heima á Íslandi eru allir sammála um að Stefáni Karli hafi hvergi liðið betur en í faðmi fjölskyldunnar með Steinunni Ólínu og börnunum, og þegar veikindi hans ágerðust eyddi hann sífellt meiri þar en nýtti þó hvert tækifæri til að leika, syngja og skemmta. „Daginn áður en hann fór situr hann móður bróðir sínum og mágkonu og byrjar að rappa og ætlaði að búa til rapp út frá línunni Lífið er núna,“ segir Edda Björgvins. Stefán Karl fékk Fálkaorðuna 17. júní síðastliðinn fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og samfélags. Hann lést rétt um tveimur mánuðum síðar, þann 21. ágúst 43 ára gamall. „Hann var ómótstæðileg manneskja og stórkostlegur listamaður og það er ekkert skrýtið að þjóðin sé öll í sárum, því það finnst öllum eins og þau hafi átt hann. Þessi litla þjóð, þá áttu nánast allir í snertifleti við hann.“ Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Tengdar fréttir Leiklistarakademía til heiðurs Stefáns Karls opnar í Sviss Leiklistarakademía í nafni Stefáns Karls verður opnuð í Sviss. Steinunn Ólína er viðloðin verkefnið. 22. ágúst 2018 20:51 Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Steinunn Ólína minnist Stefáns Karls í viðtali við People Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Stefán Karl féll frá þann 21. ágúst en þessi 43 ára leikari hafði barist við illvígt gallgangakrabbamein í tvö ár. 30. ágúst 2018 12:30 Stefán Karl í Sjálfstæðu fólki: „Ég finn mjög til með fólki sem finnur til“ Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Stefán Karl féll frá á mánudaginn en leikarinn 43 ára hafði barist við illvígt gallgangakrabbamein í tvö ár. 23. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson lést þann 21. ágúst, langt fyrir aldur fram, eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Í þætti Íslands í gær á Stöð 2 var rætt við fólk úr ýmsum áttum sem kynntist Stefáni Karli í gegnum tíðina. Þeirra á meðal er samstarfsfólk af leiksviðinu, ungur drengur sem leit túrett heilkennið sem hrjáði hann allt öðrum augum eftir samtal við Stefán Karl, sem og mæðgur í Hafnarfirði – sem voru stór ástæða þess að hann stofnaði Regnbogabörn stuttu eftir síðustu aldamót. Ferill Stefáns Karls Stefánsson hófst snemma á heimaslóðum í Hafnarfirði. Strax á barnsaldri snerist lífið um að setja sig í hlutverk, segja sögur og skemmta fólkinu í kringum sig. Það var svo kvöld eitt á árshátíð Leikfélags Hafnarfjarðar sem sautján ára gamall Stefán Karl tók málin í sínar hendur. „Það var skemmtiatriði sem misheppnuðust eitthvað og einn maður fann sig knúinn til að skemmta okkur aðeins meira og það var náttúrulega Stefán Karl,“ segir leikarinn Gunnar Helgason.Hann var náttúrafl „Hann var ekki með neitt undirbúið þannig að hann byrjaði bara á því að labba yfir sviðið og bara hélt hann áfram að labba yfir sviðið fram og til baka og alltaf gerðist eitthvað nýtt í hvert sinn sem hann kom inn á sviðið. Þetta tók ábyggilega hálftíma, fjörutíu mínútur og maður hafði aldrei séð annað eins. Maður var að upplifa náttúruafl.“ Stefán Karl kom fyrst fyrir augu almennings í Áramótaskaupinu árið 1994, 19 ára gamall. Meðleikkona hans Edda Björgvins var ekki sannfærð í fyrstu þegar ákveðið var að unglingur úr Hafnarfirði ætti að taka þátt.Edda Björgvinsdóttir starfaði mikið með Stefáni Karli.„Kemur þetta strákrassgat 19 ára gamall. Það var alveg nákvæmlega sama hvað hann var látinn gera, hann gerði ekki bara allt hundrað prósent frábærlega vel og var fyndnari en allir. Hann var alltaf yfirburðar og gerði alltaf allt betur heldur en aðrir,“ segir leikkonan Edda Björgvinsdóttir. Eðli málsins samkvæmt fór Stefán í leiklistarskólann. Hlutverkin í gegnum tíðina voru fjölbreytt en þegar fram liðu stundir brá hann sér sérstaklega í hlutverk fúlmenna. Fór sigurför um Bandaríkin sem Trölli og hrellti milljónir barna um allan heim sem Glanni Glæpur.Gat fengið fólk til að hlægja og gráta „Þetta var yfirburðar kómískt talent og það segir sig sjálft að þau geta allt. Það er eitthvað við það að geta sprengt allan heiminn úr hlátri sem gerir það að verkum að þú getur látið allan heiminn skjálfa úr ótta eða farið að gráta.“ Því fer þó fjarri að leiklistinn ein hafi verið Stefáni Karli hugleikin. Hann tók pungapróf og ætlaði á tímabili að verða tryllukarl, lærði flug og dæmdi fótbolta svo eitt sé nefnt. „Ég held að hann hafi verið sá yngsti ever til að fá dómararéttindi. Ég fór stundum að horfa á hann dæmi hjá 2.flokki og þar var tekist á. Það var aldrei neitt vesen, hann hafði fullkomin tök á leiknum og það var í fyrsta skipti sem ég sá hann í 90 mínútur samfleytt bara ekkert grínast,“ segir Gunnar. „Hann má ekki vita af einhverjum sem líður illa, þá stofnar hann bara heil samtök til að taka á einelti. Honum finnst heimurinn ekki vera sinna hollustu og heilbrigði á allan hátt. Þá stofnar hann bara fyrirtæki sem leggur rækt á það sem hollast,“ segir Edda.Lára Waage og Silja Rut Sigurjónsdóttir en sú síðarnefnda náði aldrei að þakka Stefáni fyrir hans aðstoð.Rætt var við mæðgurnar Láru Waage og Silju Rut Sigurjónsdóttur en sú síðarnefnda var lögð í einelti í Hvaleyraskóla og þegar hún var níu ára þorði hún ekki í skólann. Saga hennar var í raun uppsprettan af því að Stefán Karl stofnaði samtökin Regnbogabörn. Stefán Karl aðstoðaði son Eiríks Bergmann þegar hann var tíu ára. Þá var hann að kljást við túrett heilkenni. „Hann spurðu hvort hann gæti rennt við hjá okkur í hádeginu og sat með okkur hérna í þrjá tíma,“ segir Eiríkur Bergmann en sonur hans bætir við: „Hann kenndi mér að gera það í raun að mínum persónuleika heldur en ég og túrett séum einhver sitthvort hluturinn. Við séum að gera þetta saman og það gerði mig að því sem ég er í dag og það hjálpaði mér mjög mikið,“ segir Einar Sigurður Eiríksson.Rappaði daginn áður en hann fór Hvort sem hann var í Kaliforníu eða heima á Íslandi eru allir sammála um að Stefáni Karli hafi hvergi liðið betur en í faðmi fjölskyldunnar með Steinunni Ólínu og börnunum, og þegar veikindi hans ágerðust eyddi hann sífellt meiri þar en nýtti þó hvert tækifæri til að leika, syngja og skemmta. „Daginn áður en hann fór situr hann móður bróðir sínum og mágkonu og byrjar að rappa og ætlaði að búa til rapp út frá línunni Lífið er núna,“ segir Edda Björgvins. Stefán Karl fékk Fálkaorðuna 17. júní síðastliðinn fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og samfélags. Hann lést rétt um tveimur mánuðum síðar, þann 21. ágúst 43 ára gamall. „Hann var ómótstæðileg manneskja og stórkostlegur listamaður og það er ekkert skrýtið að þjóðin sé öll í sárum, því það finnst öllum eins og þau hafi átt hann. Þessi litla þjóð, þá áttu nánast allir í snertifleti við hann.“ Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Tengdar fréttir Leiklistarakademía til heiðurs Stefáns Karls opnar í Sviss Leiklistarakademía í nafni Stefáns Karls verður opnuð í Sviss. Steinunn Ólína er viðloðin verkefnið. 22. ágúst 2018 20:51 Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Steinunn Ólína minnist Stefáns Karls í viðtali við People Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Stefán Karl féll frá þann 21. ágúst en þessi 43 ára leikari hafði barist við illvígt gallgangakrabbamein í tvö ár. 30. ágúst 2018 12:30 Stefán Karl í Sjálfstæðu fólki: „Ég finn mjög til með fólki sem finnur til“ Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Stefán Karl féll frá á mánudaginn en leikarinn 43 ára hafði barist við illvígt gallgangakrabbamein í tvö ár. 23. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Leiklistarakademía til heiðurs Stefáns Karls opnar í Sviss Leiklistarakademía í nafni Stefáns Karls verður opnuð í Sviss. Steinunn Ólína er viðloðin verkefnið. 22. ágúst 2018 20:51
Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00
Steinunn Ólína minnist Stefáns Karls í viðtali við People Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Stefán Karl féll frá þann 21. ágúst en þessi 43 ára leikari hafði barist við illvígt gallgangakrabbamein í tvö ár. 30. ágúst 2018 12:30
Stefán Karl í Sjálfstæðu fólki: „Ég finn mjög til með fólki sem finnur til“ Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Stefán Karl féll frá á mánudaginn en leikarinn 43 ára hafði barist við illvígt gallgangakrabbamein í tvö ár. 23. ágúst 2018 11:30