Sport

Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Nadal fagnar sigri.
Rafael Nadal fagnar sigri. Vísir/Getty

Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma.

Serena Williams er komin í undanúrslit kvennamegin eftir sigur á hinni tékknesku Karolínu Plíšková í tveimur settum. Ríkjandi meistari kvennamegin, Sloane Stephens, er aftur á móti úr leik eftir tap á móti Anastasiju Sevastova frá Lettlandi. Anastasija er fyrsti Lettinn sem kemst svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.Rafael Nadal vann Dominic Thiem eftir fjögurra tíma og 49 mínútuna baráttu en þetta er lengsti leikurinn á US Open til þessa í ár. Nadal vann 0-6, 6-4, 7-5, 6-7 (4-7) og 7-6 (7-5).

Nadal átti reyndar nóga orku eftir því hann fagnaði með því að hoppa yfir netið til að „hugga“ mótherja sinn.

„Ég sagði við Dominic: Mér þykir þetta leitt en haltu áfram. Hann hefur nóg af tíma til að vinna og fær án vafa fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Rafael Nadal.Dominic Thiem er 25 ára Austurríkismaður og hans besti árangur er úrslitaleikurinn á Opna franska meistaramótinu árið 2017. Hann hafði hinsvegar aldrei komist áður svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.

Rafael Nadal er sjö árum aldrei og er á eftir sínum fjórða sigri á Opna bandaríska en hann vann mótið 2010, 2013 og svo í fyrra.

Rafael Nadal mætir Argentínumanninum  í undanúrslitum Juan Martin del Potro sem fara fram á föstudaginn. Del Potro sló út Bandaríkjamanninn John Isner.

Hinir leikirnir í átta manna úrslitum karla og kvenna fara síðan fram í kvöld og nótt.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.