Hugvit úr HÍ nýtt við bráðameðferð við flogaveiki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2018 16:29 „Grunnrannsóknir skipta öllu máli fyrir nýsköpun,“ segir Sveinbjörn, „án þeirra koma engar nýjungar á markað, engin ný lyf, engar lyfjameðferðir og fleira í þeim dúr.“ Kristnin Ingvarsson Innöndunarlyf sem nýtist við bráðameðferð við flogaveiki, sem á uppruna sinn í rannsóknum við Háskóla Íslands, hefur verið tekið til flýtimeðferðar hjá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (United States Food and Drug Administration, FDA). Frá þessu er greint í Fréttabréfi Háskólavina. Lyfið sem kallast Nayzilam er nefúði og er ætlað við bráðameðhöndlun við svokölluðum bráðaflogum eða raðflogum. Þess má geta að það eru rösklega 30 ár liðin frá því fyrstu rannsóknahóparnir fóru að reyna að lina krampa með nefúða en það er nú loksins að takast fyrir tilstuðlan íslensks hugvits. Uppruna flogaveikilyfsins í formi nefúða má rekja til rannsókna og þróunar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands undir stjórn Sveinbjarnar Gizurarsonar prófessors. „Starf Sveinbjarnar hefur nú skilað þeim árangri að lyfjagjöf í formi nefúða lofar afar góðu en niðurstöður úr svokölluðum klínískum fasa hafa skilað eftirsóknarverðum árangri. Tilraunalyfið er skjótvirkt og afar auðvelt í notkun miðað við þau meðferðarúrræði sem nú eru í boði,“ segir í fréttabréfinu. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þetta hafi tekist eftir yfir 30 ára rannsóknarvinnu,“ segir Sveinbjörn en hann bætir því við að erfitt hafi reynst að bíða eftir niðurstöðum úr lokaprófunum á fólki en þær tóku um 5 ár. „Það er einnig vissulega gaman að vera fyrstur með svona lyf á markað þegar svo margir hafa reynt að þróa bráðalyf eins og þetta, þar á meðal lyfjarisarnir.“ Nýja lyfið byggist á grunnrannsóknum sem reyna oft mjög á þolinmæði vísindamanna og samfélagsins. Eins og heitið ber með sér eru grunnrannsóknir grunnurinn að því sem á eftir kemur, þær skapa nýja þekkingu og á þeirri þekkingu vaxa ný verkefni og nýjar lausnir. „Grunnrannsóknir skipta öllu máli fyrir nýsköpun,“ segir Sveinbjörn, „án þeirra koma engar nýjungar á markað, engin ný lyf, engar lyfjameðferðir og fleira í þeim dúr.“ Hugverkaréttur á lyfinu Nayzilam var varinn með einkaleyfi snemma í rannsóknaferlinu sem hefur leitt til þess að bandarísku lyfjaþróunarfyrirtækin Proximagen og UCB hafa lagt út í verulega kostnaðarsamar en nauðsynlegar klínískar tilraunir með lyfið. Nayzilam er fyrsta nefúðalyfið sem byggir á þessu einkaleyfi og bíður nú samþykkis FDA og leyfis til að verða sett á markað á árinu 2019. Lyfinu er ætlað að lina þjáningar milljóna manna um heim allan á næstu árum. UCB hefur nú náð samningi við Proximagen um kaup á öllum réttindum þess síðarnefnda á lyfinu og er kaupverðið allt að 370 milljónir bandaríkjadala eða nærri 40 milljarðar íslenskra króna. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Innöndunarlyf sem nýtist við bráðameðferð við flogaveiki, sem á uppruna sinn í rannsóknum við Háskóla Íslands, hefur verið tekið til flýtimeðferðar hjá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (United States Food and Drug Administration, FDA). Frá þessu er greint í Fréttabréfi Háskólavina. Lyfið sem kallast Nayzilam er nefúði og er ætlað við bráðameðhöndlun við svokölluðum bráðaflogum eða raðflogum. Þess má geta að það eru rösklega 30 ár liðin frá því fyrstu rannsóknahóparnir fóru að reyna að lina krampa með nefúða en það er nú loksins að takast fyrir tilstuðlan íslensks hugvits. Uppruna flogaveikilyfsins í formi nefúða má rekja til rannsókna og þróunar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands undir stjórn Sveinbjarnar Gizurarsonar prófessors. „Starf Sveinbjarnar hefur nú skilað þeim árangri að lyfjagjöf í formi nefúða lofar afar góðu en niðurstöður úr svokölluðum klínískum fasa hafa skilað eftirsóknarverðum árangri. Tilraunalyfið er skjótvirkt og afar auðvelt í notkun miðað við þau meðferðarúrræði sem nú eru í boði,“ segir í fréttabréfinu. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þetta hafi tekist eftir yfir 30 ára rannsóknarvinnu,“ segir Sveinbjörn en hann bætir því við að erfitt hafi reynst að bíða eftir niðurstöðum úr lokaprófunum á fólki en þær tóku um 5 ár. „Það er einnig vissulega gaman að vera fyrstur með svona lyf á markað þegar svo margir hafa reynt að þróa bráðalyf eins og þetta, þar á meðal lyfjarisarnir.“ Nýja lyfið byggist á grunnrannsóknum sem reyna oft mjög á þolinmæði vísindamanna og samfélagsins. Eins og heitið ber með sér eru grunnrannsóknir grunnurinn að því sem á eftir kemur, þær skapa nýja þekkingu og á þeirri þekkingu vaxa ný verkefni og nýjar lausnir. „Grunnrannsóknir skipta öllu máli fyrir nýsköpun,“ segir Sveinbjörn, „án þeirra koma engar nýjungar á markað, engin ný lyf, engar lyfjameðferðir og fleira í þeim dúr.“ Hugverkaréttur á lyfinu Nayzilam var varinn með einkaleyfi snemma í rannsóknaferlinu sem hefur leitt til þess að bandarísku lyfjaþróunarfyrirtækin Proximagen og UCB hafa lagt út í verulega kostnaðarsamar en nauðsynlegar klínískar tilraunir með lyfið. Nayzilam er fyrsta nefúðalyfið sem byggir á þessu einkaleyfi og bíður nú samþykkis FDA og leyfis til að verða sett á markað á árinu 2019. Lyfinu er ætlað að lina þjáningar milljóna manna um heim allan á næstu árum. UCB hefur nú náð samningi við Proximagen um kaup á öllum réttindum þess síðarnefnda á lyfinu og er kaupverðið allt að 370 milljónir bandaríkjadala eða nærri 40 milljarðar íslenskra króna.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda