Innlent

Borgarísjaki hefur sett svip sinn á Húnaflóa

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sylvía Hall skrifar
Hér má sjá borgarísjaka, þó ekki þann sem flýtur nú í Húnaflóa.
Hér má sjá borgarísjaka, þó ekki þann sem flýtur nú í Húnaflóa. Vísir/Getty
Borgarísjaki hefur sett svip sinn á Húnaflóa. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir það árlegt að ís brotni frá Grænlandsjökli og reki yfir hafið.

Þó algengt sé að ís brotni úr Grænlandsjökli að vori er ekki eins algengt að slíkt gerist í septembermánuði að mati veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Öllu jafna þá bráðnar hann á leið sinni yfir hafið en einstaka sinnum verður nægur ís eftir til að komast upp að ströndum landsins. Þá er það gjarnan inn Húnaflóa sem hann fer. Það er kannski ekki algengt að það gerist í september en það er tilviljanakennt hvenær hafstraumarnir beina sér til okkar,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur.

Þá segir hann hættulegt að vera of nálægt jakanum þar sem brotnað getur úr honum, en slíkt sjónarspil getur valdið flóði.

„Það sem er hættulegast er að vera of nálægt þeim því samhliða því sem þeir bráðna þá geta þeir oltið og það getur verið töluvert sjónarspil og læti þegar það gerist. Þeir eru það háir að þeir sjást öllu jafna vel í radar fyrir skip á svæðinu þannig það er meiri hætta þegar það brotna úr þeim smájakar sem sjást illa í radar.“Þá segir hann að ekki sé ástæða til að vara fólk á landi við honum. Jakinn mun að lokum bráðna.

„Þeir finna yfirleitt ekki leiðina út aftur þannig þeir yfirleitt bráðna og hverfa á einhverjum dögum eða vikum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×