Innlent

Vaka fyrir hvali

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í hvalstöðinni.
Í hvalstöðinni. Fréttablaðið/GVA
Samtök sem kalla sig Whale Save gangast í kvöld fyrir samstöðuvöku gegn veiðum á langreyðum við hvalstöðina í Hvalfirði.

„Jafnvel þó að ólíklegt sé að verið sé að búta niður hval á þeim tíma sem samtöðuvakan er þá er samt mikilvægt að mæta og bera vitni fyrir utan starfsemi sem ber ábyrgð á svona mikilli grimmd, og til að beina sjónsviði fólks á þennan ofbeldisfulla og óréttmæta iðnað,“ segir um viðburðinn á síðu samtakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×