Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2018 10:30 Haukur Þrastarson, besti leikmaður mótsins í úrslitaleiknum á móti Svíum. Mynd/Heimasíða keppninnar Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins. Handbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins.
Handbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira