Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2018 10:30 Haukur Þrastarson, besti leikmaður mótsins í úrslitaleiknum á móti Svíum. Mynd/Heimasíða keppninnar Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins. Handbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins.
Handbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira