Húsgagnasmiður í hjáverkum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 09:30 Hólmfríður í nýprjónaðri lopapeysu. Hún má vera stolt af þessum glæsta skemli sem hún smíðaði sjálf og heklaði utan um afar smart áklæði. MYNDIR/STEFÁN „Stundum hellist yfir mig óstjórnleg föndurþörf og í eitt slíkt skipti fann ég þennan einfalda en gullfallega skemil á Pinterest. Ég sá í hendi mér hversu einfalt yrði að gera hann sjálf; það eina sem þurfti í smíðina var gamalt dekk, sem ég fékk gefins á dekkjaverkstæði, svamp- og efnisbútur, garn í heklað áklæðið og tréplötur, sem ég átti úti í skúr og gat sniðið í undir- og yfirlag á dekkið,“ segir Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og fræðslu hjá Borgarbókasafninu, um stásslegan skemil sem hún vann ein og sjálf frá a til ö. „Mestan tíma tók að finna hentugt garn og fætur undir gripinn, en rennda fæturna fann ég loks í A4 og garnið í Litum og föndri. Þá var mér ekkert að vanbúnaði að byrja og ég fann nákvæmar leiðbeiningar á YouTube sem sýndu hvernig best væri að hekla áklæðið,“ útskýrir Hólmfríður sem lauk við að hekla stykkið á sólríkum eftirmiðdegi. „Samsetningin var svo leikur einn; plata, dekk og plata, svampur og efni ofan á, og svo heklaða áklæðið utan um allt. Þá var skemillinn klár og hið fínasta stofustáss,“ segir Hólmfríður hreykin af verkinu.Smíðaði fiskibeinaborð Þegar skemill Hólmfríðar var orðinn að veruleika kviknaði hjá henni löngun til að smíða sófaborð. „Mig hafði lengi langað í fallegt sófaborð en það mátti ekki vera of fínt og þurfti að þola mikið álag því dætur mínar föndra mikið í stofunni, með tilheyrandi lita-, lím- og slímklessum. Ég var því ekki tilbúin að borga hátt verð fyrir nýtt borð út úr búð en uppgötvaði spennandi borðplötu með fiskibeinamynstri á netinu. Því var ekki eftir neinu að bíða með borðsmíðina,“ segir Hólmfríður sem hófst strax handa, dreif sig í spýtukaup og fann hentugan borðfót undir gömlum stól í Góða hirðinum. Stólfótinn sprautaði hún svartan og notaði sem undirstöðu fyrir borðið. „Þá tók við vandasöm vinna við að skera spýturnar í fiskibeinamunstur og var þrautin þyngri að láta þær passa saman. Ég nostraði við hverja spýtu svo að hún liti út fyrir að vera gömul en í verkið notaði ég svamp, bæs og tusku og vann sumar spýturnar aftur og aftur, eða þar til ég varð sæmilega sátt,“ segir Hólmfríður sem studdist við hugmyndir úr ýmsum áttum til að ná útkomunni sem hana dreymdi um. „Þegar borðið var loks tilbúið var ég í fyrstu viðkvæm fyrir því að sæist á því en svo lét ég það lönd og leið. Borðið þoldi enda ýmislegt því nú eru komnar á það bæði málningar- og límklessur en samt sér ekki á því.“Hugur og hjarta í jólagjöfum Hólmfríður er iðin með prjónana, teiknar mikið og föndrar. Þau hjónin eiga stóran systkinahóp og hefur hún fyrir sið að föndra jólagjafir handa öllum.Hólmfríður í kærri og uppáhalds kaðlapeysu sem hún prjónaði fyrir 30 árum.mynd/stefán„Það hafa verið origami-óróar, sætar Múmínálfastyttur úr leir, ilmandi sápur, dýrindis jólaskraut og margt fleira. Ég er því gjarnan föst á verkstæði jólasveinanna í svartasta skammdeginu fram að jólum, en mér finnst sjálfri gaman að fá persónulega handunnar gjafir og legg hug og hjarta í hverja og eina gjöf.“ Við sköpun húsmuna hefur Hólmfríður að leiðarljósi að gripirnir séu fallegir, skemmtilegir, fjölskylduvænir og með drjúgt notagildi. „Ég er alltaf með mýmörg verkefni í deiglunni og ætla næst að yfirdekkja gamla og fallega tekkstóla sem ég fékk hjá tengdamóður minni. Þá á ég lítið antikborð og stól sem mig langar að gera upp en þá stoppar mann stundum kunnáttuleysið í smíðum og bólstrun,“ segir Hólmfríður.Vill litríkt líf og heimili Heimili Hólmfríðar er listrænt, fagurt og menningarlegt. „Innbúið er eiginlega allt gamalt og 90 prósent af húsgögnunum eru ýmist fengin í arf eða keypt í Góða hirðinum. Sumt hefur fylgt mér alla ævi, ýmislegt frá ömmu og afa sem fæddust um aldamótin 1900 og fjölmargt sem tengist æskuheimilinu og foreldrum mínum. Allt eru það hlutir sem mér þykir undurvænt um,“ segir Hólmfríður innan um málverk sem sums staðar eru fleiri en tuttugu á vegg. „Ég vil helst hafa öll listaverk uppi við en er því miður orðin uppiskroppa með veggpláss fyrir myndirnar mínar og það sama á við um skápapláss undir allar bækurnar mínar. Mér finnst hins vegar erfitt að grisja hluti og láta þá frá mér.“ Hólmfríður og eiginmaður hennar, Jón Ævarr Sigurbjörnsson, standsettu íbúð sína í Hlíðunum þegar þau fluttu inn og hafa tvívegis fært eldhúsið til. „Maðurinn minn er svo öflugur og okkur þykir báðum gaman að þessu stússi. Nú nýlega máluðum við eldhúsið og hjónaherbergið í bláum tónum og í bígerð er að mála fleiri vistarverur. Ég var áður með alla veggi hvíta en nú vil ég meiri litadýrð. Mér þykja litir síst minnka rýmin en þeir draga fram það besta í innbúinu og ekki síst myndirnar sem verða enn fegurri með lit í bakgrunni.“ Í stofunni stendur nýr sófi; það eina nýja sem Hólmfríður hefur keypt sér í búið um langa hríð. „Ég hafði lengi verið með gamalt og þunglamalegt sófasett frá afa og langaði að breyta til. Ég hugsa heimilið annars mikið út frá umhverfissjónarmiðum og vil ekki endalaust kaupa nýtt og henda því gamla. Þannig keyptum við fallega rúmgrind í Góða hirðinum á aðeins 1.500 krónur sem við máluðum og gerðum sem nýja. Slíka gersemi hefðum við aldrei fundið annars staðar og eftir kaup á nýjum dýnum vorum við komin með þetta fína hjónarúm.“ Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
„Stundum hellist yfir mig óstjórnleg föndurþörf og í eitt slíkt skipti fann ég þennan einfalda en gullfallega skemil á Pinterest. Ég sá í hendi mér hversu einfalt yrði að gera hann sjálf; það eina sem þurfti í smíðina var gamalt dekk, sem ég fékk gefins á dekkjaverkstæði, svamp- og efnisbútur, garn í heklað áklæðið og tréplötur, sem ég átti úti í skúr og gat sniðið í undir- og yfirlag á dekkið,“ segir Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og fræðslu hjá Borgarbókasafninu, um stásslegan skemil sem hún vann ein og sjálf frá a til ö. „Mestan tíma tók að finna hentugt garn og fætur undir gripinn, en rennda fæturna fann ég loks í A4 og garnið í Litum og föndri. Þá var mér ekkert að vanbúnaði að byrja og ég fann nákvæmar leiðbeiningar á YouTube sem sýndu hvernig best væri að hekla áklæðið,“ útskýrir Hólmfríður sem lauk við að hekla stykkið á sólríkum eftirmiðdegi. „Samsetningin var svo leikur einn; plata, dekk og plata, svampur og efni ofan á, og svo heklaða áklæðið utan um allt. Þá var skemillinn klár og hið fínasta stofustáss,“ segir Hólmfríður hreykin af verkinu.Smíðaði fiskibeinaborð Þegar skemill Hólmfríðar var orðinn að veruleika kviknaði hjá henni löngun til að smíða sófaborð. „Mig hafði lengi langað í fallegt sófaborð en það mátti ekki vera of fínt og þurfti að þola mikið álag því dætur mínar föndra mikið í stofunni, með tilheyrandi lita-, lím- og slímklessum. Ég var því ekki tilbúin að borga hátt verð fyrir nýtt borð út úr búð en uppgötvaði spennandi borðplötu með fiskibeinamynstri á netinu. Því var ekki eftir neinu að bíða með borðsmíðina,“ segir Hólmfríður sem hófst strax handa, dreif sig í spýtukaup og fann hentugan borðfót undir gömlum stól í Góða hirðinum. Stólfótinn sprautaði hún svartan og notaði sem undirstöðu fyrir borðið. „Þá tók við vandasöm vinna við að skera spýturnar í fiskibeinamunstur og var þrautin þyngri að láta þær passa saman. Ég nostraði við hverja spýtu svo að hún liti út fyrir að vera gömul en í verkið notaði ég svamp, bæs og tusku og vann sumar spýturnar aftur og aftur, eða þar til ég varð sæmilega sátt,“ segir Hólmfríður sem studdist við hugmyndir úr ýmsum áttum til að ná útkomunni sem hana dreymdi um. „Þegar borðið var loks tilbúið var ég í fyrstu viðkvæm fyrir því að sæist á því en svo lét ég það lönd og leið. Borðið þoldi enda ýmislegt því nú eru komnar á það bæði málningar- og límklessur en samt sér ekki á því.“Hugur og hjarta í jólagjöfum Hólmfríður er iðin með prjónana, teiknar mikið og föndrar. Þau hjónin eiga stóran systkinahóp og hefur hún fyrir sið að föndra jólagjafir handa öllum.Hólmfríður í kærri og uppáhalds kaðlapeysu sem hún prjónaði fyrir 30 árum.mynd/stefán„Það hafa verið origami-óróar, sætar Múmínálfastyttur úr leir, ilmandi sápur, dýrindis jólaskraut og margt fleira. Ég er því gjarnan föst á verkstæði jólasveinanna í svartasta skammdeginu fram að jólum, en mér finnst sjálfri gaman að fá persónulega handunnar gjafir og legg hug og hjarta í hverja og eina gjöf.“ Við sköpun húsmuna hefur Hólmfríður að leiðarljósi að gripirnir séu fallegir, skemmtilegir, fjölskylduvænir og með drjúgt notagildi. „Ég er alltaf með mýmörg verkefni í deiglunni og ætla næst að yfirdekkja gamla og fallega tekkstóla sem ég fékk hjá tengdamóður minni. Þá á ég lítið antikborð og stól sem mig langar að gera upp en þá stoppar mann stundum kunnáttuleysið í smíðum og bólstrun,“ segir Hólmfríður.Vill litríkt líf og heimili Heimili Hólmfríðar er listrænt, fagurt og menningarlegt. „Innbúið er eiginlega allt gamalt og 90 prósent af húsgögnunum eru ýmist fengin í arf eða keypt í Góða hirðinum. Sumt hefur fylgt mér alla ævi, ýmislegt frá ömmu og afa sem fæddust um aldamótin 1900 og fjölmargt sem tengist æskuheimilinu og foreldrum mínum. Allt eru það hlutir sem mér þykir undurvænt um,“ segir Hólmfríður innan um málverk sem sums staðar eru fleiri en tuttugu á vegg. „Ég vil helst hafa öll listaverk uppi við en er því miður orðin uppiskroppa með veggpláss fyrir myndirnar mínar og það sama á við um skápapláss undir allar bækurnar mínar. Mér finnst hins vegar erfitt að grisja hluti og láta þá frá mér.“ Hólmfríður og eiginmaður hennar, Jón Ævarr Sigurbjörnsson, standsettu íbúð sína í Hlíðunum þegar þau fluttu inn og hafa tvívegis fært eldhúsið til. „Maðurinn minn er svo öflugur og okkur þykir báðum gaman að þessu stússi. Nú nýlega máluðum við eldhúsið og hjónaherbergið í bláum tónum og í bígerð er að mála fleiri vistarverur. Ég var áður með alla veggi hvíta en nú vil ég meiri litadýrð. Mér þykja litir síst minnka rýmin en þeir draga fram það besta í innbúinu og ekki síst myndirnar sem verða enn fegurri með lit í bakgrunni.“ Í stofunni stendur nýr sófi; það eina nýja sem Hólmfríður hefur keypt sér í búið um langa hríð. „Ég hafði lengi verið með gamalt og þunglamalegt sófasett frá afa og langaði að breyta til. Ég hugsa heimilið annars mikið út frá umhverfissjónarmiðum og vil ekki endalaust kaupa nýtt og henda því gamla. Þannig keyptum við fallega rúmgrind í Góða hirðinum á aðeins 1.500 krónur sem við máluðum og gerðum sem nýja. Slíka gersemi hefðum við aldrei fundið annars staðar og eftir kaup á nýjum dýnum vorum við komin með þetta fína hjónarúm.“
Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira