Cillian mærir Kiljan Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2025 18:02 Cillian Murphy fékk BAFTA verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Robert Oppenheimer. Vianney Le Caer/Invision/AP Írski stórleikarinn Cillian Murphy fær ekki nóg af Sjálfstæðu fólki eftir Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness og lýsir skáldsögunni sem meistaraverki. Óskarsverðlaunahafinn sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í bandarískum stórmyndum á borð við Oppenheimer og The Dark Knight ræddi bókina við bresku samfélagsmiðlastjörnuna Jack Edwards sem stýrir bókmenntamiðaða hlaðvarpinu Inklings Book Club. Þar sat Murphy ásamt rithöfundinum og handritshöfundinum Max Porter en saman kynna þeir nú kvikmyndina Steve sem byggð er á skáldsögu hins síðarnefnda. Murphy fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem framleidd var fyrir Netflix og fjallar um stjórnanda skóla fyrir drengi sem glíma við félags- og hegðunarvanda. Þykir verkið sláandi Porter þekkir greinilega vel til Nóbelsskáldsins og hvatti Óskarsverðlaunahafann til að kynna sér verk hans. „Hann mælti með magnaðri bók nýlega sem ég er hálfnaður með og þetta er meistaraverk,“ sagði Murphy um Sjálfstætt fólk. „Ég las helminginn af henni um borð í flugvélinni á leiðinni yfir Atlantshafið og þetta er sláandi verk.“ Porter bætti við að hann vissi að Murphy þurfti yfirgripsmikið verk sem hann gæti sökkt sér í. „Ekki eitthvað yfirborðskennt eða brellulegt, þú þurftir almennilegt stórt meistaraverk.“ Þremenningarnir ræða skáldverkið í myndskeiði sem birt var á Instagram-síðu Edwards en hann er þekktur fyrir bókmenntaumfjöllun sína á miðlinum TikTok sem nær vel til ungs fólks. Í færslu með myndskeiðinu skrifar Edwards að hann þurfi nú sjálfur að lesa Sjálfstætt fólk. View this post on Instagram A post shared by Jack Edwards (@jackbenedwards) Bókmenntir Halldór Laxness Hollywood Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20 Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í bandarískum stórmyndum á borð við Oppenheimer og The Dark Knight ræddi bókina við bresku samfélagsmiðlastjörnuna Jack Edwards sem stýrir bókmenntamiðaða hlaðvarpinu Inklings Book Club. Þar sat Murphy ásamt rithöfundinum og handritshöfundinum Max Porter en saman kynna þeir nú kvikmyndina Steve sem byggð er á skáldsögu hins síðarnefnda. Murphy fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem framleidd var fyrir Netflix og fjallar um stjórnanda skóla fyrir drengi sem glíma við félags- og hegðunarvanda. Þykir verkið sláandi Porter þekkir greinilega vel til Nóbelsskáldsins og hvatti Óskarsverðlaunahafann til að kynna sér verk hans. „Hann mælti með magnaðri bók nýlega sem ég er hálfnaður með og þetta er meistaraverk,“ sagði Murphy um Sjálfstætt fólk. „Ég las helminginn af henni um borð í flugvélinni á leiðinni yfir Atlantshafið og þetta er sláandi verk.“ Porter bætti við að hann vissi að Murphy þurfti yfirgripsmikið verk sem hann gæti sökkt sér í. „Ekki eitthvað yfirborðskennt eða brellulegt, þú þurftir almennilegt stórt meistaraverk.“ Þremenningarnir ræða skáldverkið í myndskeiði sem birt var á Instagram-síðu Edwards en hann er þekktur fyrir bókmenntaumfjöllun sína á miðlinum TikTok sem nær vel til ungs fólks. Í færslu með myndskeiðinu skrifar Edwards að hann þurfi nú sjálfur að lesa Sjálfstætt fólk. View this post on Instagram A post shared by Jack Edwards (@jackbenedwards)
Bókmenntir Halldór Laxness Hollywood Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20 Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44
„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. 10. október 2025 12:20
Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. 9. október 2025 21:32